Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Stjarnan 1-3 | Stjarnan með mikilvægan sigur Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 2. september 2018 16:30 vísir/bára Leikur Fjölnis og Stjörnunnar í 19. umferð Pepsi deildarinnar var kaflaskiptur mjög og ef gripið er í klisjuna góðu, leikur tveggja hálfleika. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem gestirnir úr Garðabæ virtust ekki vaknaðir en sá seinni bar þess merki um hvort liðið er að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og hvort er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fjölnir skapaði sér urmul færa í fyrri hálfleik og komst í margar góðar stöður en hittu fyrir Harald Björnsson sem var í góðum gír og vörn Stjörnunnar sem sáu um að halda markinu hreinu. Stjarnan nýtti síðan eitt af tveimur færum sínum í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að fara til leikhlés í jafnri stöðu en Þórir Guðjónsson kom Fjölni á blað en mörk heimamanna hefðu getað orðið fleiri. Í seinni hálfleik mættu Stjörnumenn mun ákveðnari til leiks og náðu tveimur mörkum til að klára leikinn og sigla stigunum þremur heim í Garðabæ. Í ljósi annarra úrslita og stöðu þegar þessi umfjöllun er skrifuð þá er pakkinn við topp deildarinn orðinn þéttur aftur en Fjölnismenn sjá fyrir sér hærra klifur til að bjarga sér frá falli.Afhverju vann Stjarnan?Stjarnan er klárlega betra fótboltalið og í dag var það blanda af gæðum í vörn og marki og svo eiginleiki til að stíga upp þegar á þurfti að halda til að klára leikinn og nýta sér það að Valsmenn töpuðu stigum fyrir norðan. Góð vörn og góð færanýting var það sem skildi liðin að í dag en heimamenn hefðu getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og kostaði það þá þegar gestirnir nýttu sín færi.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Daníel Laxdal mjög góður ásamt Haraldri Björnssyni og allri Stjörnuvörninni reyndar. Þegar Fjölnismenn náðu að opna vörn gestanna þá Haraldur vel vandanum vaxinn til að grípa inn í eða verja skot og skalla Fjölnismanna. Hjá Fjölni var Þórir Guðjónss. góður ásamt því að samherji hans í sókninni Ægir Jarl Jónasson var í fínum ham. Það dró af þeim félögum í seinni hálfleik en þá var Birnir Snær Ingason besti maður Fjölnis eftir að hafa verið tekinn úr umferð í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa?Spil gestanna gekk brösulega í fyrri háfleik. Þeir áttu í miklum erfiðleikum með að opna Fjölnismenn og þurftu að leita í að senda háa bolta inn á framherja sína sem varnarmenn Fjölnis áttu í litlum vandræðum með. Hjá Fjölni gekk illa að nýta færin sem voru sköpuð og svo í seinni hálfleik gekk þeim mjög illa að verja mark sitt en tvö mörk litu dagsins ljós sem kláruðu leikinn. Hetjuleg barátta og spilamennska fór því fyrir bý í seinni hálfleik.Hvað gerist næst?Nú er komið að landsleikjahléi en eftir það þá etja Stjörnumenn kappi við Breiðablik í bikarúrslitaleik Mjólkurbikarsins. Í ljósi þess að Valsmenn náðu bara jafntefli á móti KA í dag þá er munurinn ekki nema eitt stig þegar þrjár umferðir eru óleiknar og því ljóst að spennan verður við lýði alveg þangað til í lokaumferðinni. Hjá Fjölni tekur við barátta upp á líf og dauða þar sem þeir þurfa líklega að vinna alla leiki sína til að eygja möguleika á halda sér upp en þeir eru þegar þessi orði eru skrifuð fimm stigum á eftir Víkingum í næstneðsta sæti. Rúnar Páll Sigmundsson: Heilsteyptari seinni hálfleikur gerði gæfumuninn í dagÞjálfari Stjörnunnar var að vonum sáttur með úrslitin í leik sinna manna á móti Fjölni sem fram fór fyrr í dag. Hann var spurður að því hvort hægt væri að kalla þennan sigur karakter sigur þar sem þeir komu vel út í seinni hálfleikinn til klára leikinn eftir að hafa verið slappir í þeim fyrri. „Já já, það er alveg hægt að orða það þannig. Við vorum ekki nógu góðir en á móti voru Fjölnismenn mjög sterkir og áttum við í basli með þá í fyrri hálfleik og töluðum mikið um það í hálfleik að við værum ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Menn komu bara tvíefldir til leiks í seinni háfleiki og var mikill munur á liðinu.“ „Síðan skoruðum við tvö frábær mörk í seinni hálfleik og Haraldur frábær í markinu og vorum við bara mikið heilsteyptair í seinni hálfleik en þeim fyrri. Það gerði gæfumuninn í dag.“ Rúnar var spurður að því hvort hann og hans menn hefðu verið meðvitaðir um stöðuna á Akureyri í hálfleik og hvort sú vitneskja hefði verið notuð í hálfleiksræðunni. „Við erum alveg meðvitaðir um stöðuna í hinum leikjunum en við vorum ekkert að nýta okkur það svo sem. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og svo kemur bara í ljós hvernig hinum liðunum gengur í þessu.“ Hann var spurður út í baráttuna sem framundan er en pakkinn við topp deildarinnar gæti orðið mjög þéttur í lok dags. „Nú kemur bara landsleikjahlé og svo bikarúrslitaleikur og við gírum okkur upp í það en næsta vika verður í rólegri kantinum. Hún verður nýtt í að endurheimta enda koma svo margir leikir á fáum dögum eftir landsleikja hlé. Við þurfum að einbeita okkur að einum leik í einu og næst er það bikarúrslit sem er hrikalega spennandi og skemmtilegt verkefni hjá okkur.“ Að lokum var spurt útí ástandið á Baldri Sig. sem átti að byrja leikinn en á seinustu stundu var ákveðið að láta hann á bekkinn. „Hann fékk náttúrulega þungt höfuðhögg á miðvikudaginn en var leikhæfur. Við ákváðum samt að vera skynsamir, við erum ekki oft skynsamir, en ákváðum það núna og hann kom bara tvíefldur seinasta hálftímann og gaf okkur fítonskraft í lokin. Gunnar Már Guðmundsson: Mómentið ekki verið með okkur í fullt af lekjum„Í sjálfu sér er það annað markið sem gerir út um þennan leik fyrir okkur, við erum ekki sáttir við niðurstöðuna enda þurftum við á stigum að halda hér í dag og erum við bara hundfúlir,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson sem stýrði liðinu í dag í fjarveru Ólafs Páls Snorrason sem tók út leikbann. Gunnar var spurður að því hverni honum hafi liðið við að stýra skútunni og hvort að færanýtingin hefði verið það sem skildi hans lið frá Stjörnunni. „Munurinn á liðunum að Stjarnan er betra lið upp við markið. Vörðu markið betur hjá sér og kláruðu síðan sín færi vel. Það er svo ekkert mál að standa yfir leiknum en hann var með alla vikuna þannig að þetta var í góðu lagi.“ Gunnar var svo spurður að því hvernig baráttan framundan liti út en það er brekka framundan hjá Fjölnismönnum. „Við verðum að mér sýnist að vinna rest ef við ætlum að halda sæti okkar í deildinni. Ég hef fulla trú á því að við getum það. Við sýndum það í fyrri hálfleik í dag að við getum spilað vel á móti öllum en ég veit það ekki mómentið er ekki alveg með okkur. Það hefur ekki verið með okkur í fullt af leikjum en hvað þarf til væri fróðlegt að vita.“ Guðjón Baldvinsson: Vorum hreint út sagt ömurlegir„Jú ég myndi segja það að þetta hafi verið baráttusigur, við vorum hreint út sagt ömurlegir í fyrri hálfleik,“ sagði Guðjón Baldvinsson þegar hann var spurður hvort að það hafi ekki sýnt mikinn karakter hjá hans mönnum að hafa náð sigrinum í dag þrátt fyrir slappan fyrri hálfleik. Hann hélt áfram: „Við byggðum ekki upp neitt spil og það er magnað að við höfum náð að skora þetta mark þannig að við vissum það að við þyrftum að rífa okkur upp í seinni og byrja baráttuna betur og fengum nokkur gul spjöld sem var bara jákvætt. Við keyrðum þetta í gang.“ Guðjón var svo spurður að því hvort þetta væri jafnvel munurinn á topp liðunum og botn liðunum að það þurfti ekki mörg færi til að skora mörkin. „Já það hjálpar okkur að það sé eitthvað með okkur og hélt ég að við hefðum klárað þetta þegar markið var dæmt af Baldri. Þetta var mikið stress hérna í lokin og hrikalega mikilvægt að skora í lokin.“ Guðjón var spurður út í framhaldið í deildinni en Stjarnan minnkaði muninn á Val á toppi deildarinnar og pakkinn er aftur orðinn nokkuð þéttur. „Þetta er bara eins og mig grunaði, þetta verður barátta fram í seinasta leik og mun ekki ráðast fyrr en þá. Þannig viljum við hafa þetta og áhorfendur líka þannig að við vonum bara að Valur misstígi sig og við sitjum upp sem sigurvegarar.“ Pepsi Max-deild karla
Leikur Fjölnis og Stjörnunnar í 19. umferð Pepsi deildarinnar var kaflaskiptur mjög og ef gripið er í klisjuna góðu, leikur tveggja hálfleika. Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik þar sem gestirnir úr Garðabæ virtust ekki vaknaðir en sá seinni bar þess merki um hvort liðið er að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og hvort er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Fjölnir skapaði sér urmul færa í fyrri hálfleik og komst í margar góðar stöður en hittu fyrir Harald Björnsson sem var í góðum gír og vörn Stjörnunnar sem sáu um að halda markinu hreinu. Stjarnan nýtti síðan eitt af tveimur færum sínum í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að fara til leikhlés í jafnri stöðu en Þórir Guðjónsson kom Fjölni á blað en mörk heimamanna hefðu getað orðið fleiri. Í seinni hálfleik mættu Stjörnumenn mun ákveðnari til leiks og náðu tveimur mörkum til að klára leikinn og sigla stigunum þremur heim í Garðabæ. Í ljósi annarra úrslita og stöðu þegar þessi umfjöllun er skrifuð þá er pakkinn við topp deildarinn orðinn þéttur aftur en Fjölnismenn sjá fyrir sér hærra klifur til að bjarga sér frá falli.Afhverju vann Stjarnan?Stjarnan er klárlega betra fótboltalið og í dag var það blanda af gæðum í vörn og marki og svo eiginleiki til að stíga upp þegar á þurfti að halda til að klára leikinn og nýta sér það að Valsmenn töpuðu stigum fyrir norðan. Góð vörn og góð færanýting var það sem skildi liðin að í dag en heimamenn hefðu getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og kostaði það þá þegar gestirnir nýttu sín færi.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Daníel Laxdal mjög góður ásamt Haraldri Björnssyni og allri Stjörnuvörninni reyndar. Þegar Fjölnismenn náðu að opna vörn gestanna þá Haraldur vel vandanum vaxinn til að grípa inn í eða verja skot og skalla Fjölnismanna. Hjá Fjölni var Þórir Guðjónss. góður ásamt því að samherji hans í sókninni Ægir Jarl Jónasson var í fínum ham. Það dró af þeim félögum í seinni hálfleik en þá var Birnir Snær Ingason besti maður Fjölnis eftir að hafa verið tekinn úr umferð í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa?Spil gestanna gekk brösulega í fyrri háfleik. Þeir áttu í miklum erfiðleikum með að opna Fjölnismenn og þurftu að leita í að senda háa bolta inn á framherja sína sem varnarmenn Fjölnis áttu í litlum vandræðum með. Hjá Fjölni gekk illa að nýta færin sem voru sköpuð og svo í seinni hálfleik gekk þeim mjög illa að verja mark sitt en tvö mörk litu dagsins ljós sem kláruðu leikinn. Hetjuleg barátta og spilamennska fór því fyrir bý í seinni hálfleik.Hvað gerist næst?Nú er komið að landsleikjahléi en eftir það þá etja Stjörnumenn kappi við Breiðablik í bikarúrslitaleik Mjólkurbikarsins. Í ljósi þess að Valsmenn náðu bara jafntefli á móti KA í dag þá er munurinn ekki nema eitt stig þegar þrjár umferðir eru óleiknar og því ljóst að spennan verður við lýði alveg þangað til í lokaumferðinni. Hjá Fjölni tekur við barátta upp á líf og dauða þar sem þeir þurfa líklega að vinna alla leiki sína til að eygja möguleika á halda sér upp en þeir eru þegar þessi orði eru skrifuð fimm stigum á eftir Víkingum í næstneðsta sæti. Rúnar Páll Sigmundsson: Heilsteyptari seinni hálfleikur gerði gæfumuninn í dagÞjálfari Stjörnunnar var að vonum sáttur með úrslitin í leik sinna manna á móti Fjölni sem fram fór fyrr í dag. Hann var spurður að því hvort hægt væri að kalla þennan sigur karakter sigur þar sem þeir komu vel út í seinni hálfleikinn til klára leikinn eftir að hafa verið slappir í þeim fyrri. „Já já, það er alveg hægt að orða það þannig. Við vorum ekki nógu góðir en á móti voru Fjölnismenn mjög sterkir og áttum við í basli með þá í fyrri hálfleik og töluðum mikið um það í hálfleik að við værum ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Menn komu bara tvíefldir til leiks í seinni háfleiki og var mikill munur á liðinu.“ „Síðan skoruðum við tvö frábær mörk í seinni hálfleik og Haraldur frábær í markinu og vorum við bara mikið heilsteyptair í seinni hálfleik en þeim fyrri. Það gerði gæfumuninn í dag.“ Rúnar var spurður að því hvort hann og hans menn hefðu verið meðvitaðir um stöðuna á Akureyri í hálfleik og hvort sú vitneskja hefði verið notuð í hálfleiksræðunni. „Við erum alveg meðvitaðir um stöðuna í hinum leikjunum en við vorum ekkert að nýta okkur það svo sem. Við þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og svo kemur bara í ljós hvernig hinum liðunum gengur í þessu.“ Hann var spurður út í baráttuna sem framundan er en pakkinn við topp deildarinnar gæti orðið mjög þéttur í lok dags. „Nú kemur bara landsleikjahlé og svo bikarúrslitaleikur og við gírum okkur upp í það en næsta vika verður í rólegri kantinum. Hún verður nýtt í að endurheimta enda koma svo margir leikir á fáum dögum eftir landsleikja hlé. Við þurfum að einbeita okkur að einum leik í einu og næst er það bikarúrslit sem er hrikalega spennandi og skemmtilegt verkefni hjá okkur.“ Að lokum var spurt útí ástandið á Baldri Sig. sem átti að byrja leikinn en á seinustu stundu var ákveðið að láta hann á bekkinn. „Hann fékk náttúrulega þungt höfuðhögg á miðvikudaginn en var leikhæfur. Við ákváðum samt að vera skynsamir, við erum ekki oft skynsamir, en ákváðum það núna og hann kom bara tvíefldur seinasta hálftímann og gaf okkur fítonskraft í lokin. Gunnar Már Guðmundsson: Mómentið ekki verið með okkur í fullt af lekjum„Í sjálfu sér er það annað markið sem gerir út um þennan leik fyrir okkur, við erum ekki sáttir við niðurstöðuna enda þurftum við á stigum að halda hér í dag og erum við bara hundfúlir,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson sem stýrði liðinu í dag í fjarveru Ólafs Páls Snorrason sem tók út leikbann. Gunnar var spurður að því hverni honum hafi liðið við að stýra skútunni og hvort að færanýtingin hefði verið það sem skildi hans lið frá Stjörnunni. „Munurinn á liðunum að Stjarnan er betra lið upp við markið. Vörðu markið betur hjá sér og kláruðu síðan sín færi vel. Það er svo ekkert mál að standa yfir leiknum en hann var með alla vikuna þannig að þetta var í góðu lagi.“ Gunnar var svo spurður að því hvernig baráttan framundan liti út en það er brekka framundan hjá Fjölnismönnum. „Við verðum að mér sýnist að vinna rest ef við ætlum að halda sæti okkar í deildinni. Ég hef fulla trú á því að við getum það. Við sýndum það í fyrri hálfleik í dag að við getum spilað vel á móti öllum en ég veit það ekki mómentið er ekki alveg með okkur. Það hefur ekki verið með okkur í fullt af leikjum en hvað þarf til væri fróðlegt að vita.“ Guðjón Baldvinsson: Vorum hreint út sagt ömurlegir„Jú ég myndi segja það að þetta hafi verið baráttusigur, við vorum hreint út sagt ömurlegir í fyrri hálfleik,“ sagði Guðjón Baldvinsson þegar hann var spurður hvort að það hafi ekki sýnt mikinn karakter hjá hans mönnum að hafa náð sigrinum í dag þrátt fyrir slappan fyrri hálfleik. Hann hélt áfram: „Við byggðum ekki upp neitt spil og það er magnað að við höfum náð að skora þetta mark þannig að við vissum það að við þyrftum að rífa okkur upp í seinni og byrja baráttuna betur og fengum nokkur gul spjöld sem var bara jákvætt. Við keyrðum þetta í gang.“ Guðjón var svo spurður að því hvort þetta væri jafnvel munurinn á topp liðunum og botn liðunum að það þurfti ekki mörg færi til að skora mörkin. „Já það hjálpar okkur að það sé eitthvað með okkur og hélt ég að við hefðum klárað þetta þegar markið var dæmt af Baldri. Þetta var mikið stress hérna í lokin og hrikalega mikilvægt að skora í lokin.“ Guðjón var spurður út í framhaldið í deildinni en Stjarnan minnkaði muninn á Val á toppi deildarinnar og pakkinn er aftur orðinn nokkuð þéttur. „Þetta er bara eins og mig grunaði, þetta verður barátta fram í seinasta leik og mun ekki ráðast fyrr en þá. Þannig viljum við hafa þetta og áhorfendur líka þannig að við vonum bara að Valur misstígi sig og við sitjum upp sem sigurvegarar.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti