Bjarni, en hvað með vexti, gengi og aðra kostnaðarþætti? Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. ágúst 2018 05:32 Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir Bjarni það réttilega, að Íslandi sé aðeins í 28. sæti. Í þessu sambandi bendir Bjarni á, að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn, að Bjarni vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því, að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer hann aðeins út í framleiðni líka, án þess að útskýra á nokkurn hátt, hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta, en ekki sjálf orsakavaldur. Um gengi krónunnar segir Bjarni, að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðun, kemur ekki fram. Vexti nefnir Bjarni engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá Bjarna. Nú er Bjarni blessaður fjármálaráðherra landsins, sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál, og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg. Veit maðurinn ekki betur? Um launastöðuna er það að segja, að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss, en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943,00 evrur á mánuði, eða um 740.000 kr., í Noregi voru þau 5.605,00 evrur, 700.000 kr., í Danmörku 4.073,00 evrur, 510.000 kr., og í Svíþjóð 3.879,00 evrur, 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487,00 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland, verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum. Jafn undarlegt og það er, virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindir fyrir því, að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.Beint og óbeint Beint horfir dæmið svona við: Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru. Eins og við sjáum, eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskiptabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því, að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri en í þeim löndum sem samkeppnishæfust eru.Hvað þýðir það? Húskaupandi kaupir íbúð á 60 milljónir. Fær 50 milljónir lánaðar. Umframvextir hér, miðað við nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári. Þessi húskaupandi er að borga 200.000 kr. meira á mánuði í vexti, en Svisslendingur eða Svíi gerir fyrir sams konar lán. Það sama gildir um fyrirtæki. Ef við tökum fyrirtæki, sem er með 100 milljónir í reksturs- og fjárfestingarfjármögnun, meðalfyrirtæki, þarf það að borga 5 milljónum meira í vexti á ári, en keppinautar þeirra í nefndum löndum. Og hvað með óbeinu vaxtaáhrifin? Þessir hávextir hér leiða auðvitað til þess, að fjármagn leitar í íslenzku krónuna, sem aftur spennir upp og afskræmir gengi hennar, uppdópar hana, með þeim afleiðingum, að hún er minnst 10-20% of sterk, miðað við efnahagsleg skilyrði og það gengi sem væri ef ekki væru hávextir hér. Mat undirritaðs er, að hið raunverulega efnahagsvandamál, sem leysa verður fljótt og vel, sé glórulausir vextir og uppdópað gengi. Leiðrétting þessa myndi hafa í för með sér meiri kjarabætur en nokkurn verkalýðsleiðtoga dreymir um. Við kæmumst þá eflaust líka í hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppnishæfni, eins og hin Norðurlöndin. Að lokum verður að minna á það lífs- og starfsumhverfi, sem ríkið skapar. Í Sviss er söluskattur 7,7%, en virðisaukaskatturinn hér er 24%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir Bjarni það réttilega, að Íslandi sé aðeins í 28. sæti. Í þessu sambandi bendir Bjarni á, að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn, að Bjarni vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því, að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer hann aðeins út í framleiðni líka, án þess að útskýra á nokkurn hátt, hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta, en ekki sjálf orsakavaldur. Um gengi krónunnar segir Bjarni, að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðun, kemur ekki fram. Vexti nefnir Bjarni engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá Bjarna. Nú er Bjarni blessaður fjármálaráðherra landsins, sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál, og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg. Veit maðurinn ekki betur? Um launastöðuna er það að segja, að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss, en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943,00 evrur á mánuði, eða um 740.000 kr., í Noregi voru þau 5.605,00 evrur, 700.000 kr., í Danmörku 4.073,00 evrur, 510.000 kr., og í Svíþjóð 3.879,00 evrur, 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487,00 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland, verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum. Jafn undarlegt og það er, virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindir fyrir því, að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.Beint og óbeint Beint horfir dæmið svona við: Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru. Eins og við sjáum, eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskiptabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því, að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri en í þeim löndum sem samkeppnishæfust eru.Hvað þýðir það? Húskaupandi kaupir íbúð á 60 milljónir. Fær 50 milljónir lánaðar. Umframvextir hér, miðað við nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári. Þessi húskaupandi er að borga 200.000 kr. meira á mánuði í vexti, en Svisslendingur eða Svíi gerir fyrir sams konar lán. Það sama gildir um fyrirtæki. Ef við tökum fyrirtæki, sem er með 100 milljónir í reksturs- og fjárfestingarfjármögnun, meðalfyrirtæki, þarf það að borga 5 milljónum meira í vexti á ári, en keppinautar þeirra í nefndum löndum. Og hvað með óbeinu vaxtaáhrifin? Þessir hávextir hér leiða auðvitað til þess, að fjármagn leitar í íslenzku krónuna, sem aftur spennir upp og afskræmir gengi hennar, uppdópar hana, með þeim afleiðingum, að hún er minnst 10-20% of sterk, miðað við efnahagsleg skilyrði og það gengi sem væri ef ekki væru hávextir hér. Mat undirritaðs er, að hið raunverulega efnahagsvandamál, sem leysa verður fljótt og vel, sé glórulausir vextir og uppdópað gengi. Leiðrétting þessa myndi hafa í för með sér meiri kjarabætur en nokkurn verkalýðsleiðtoga dreymir um. Við kæmumst þá eflaust líka í hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppnishæfni, eins og hin Norðurlöndin. Að lokum verður að minna á það lífs- og starfsumhverfi, sem ríkið skapar. Í Sviss er söluskattur 7,7%, en virðisaukaskatturinn hér er 24%.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar