Bjarni, en hvað með vexti, gengi og aðra kostnaðarþætti? Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. ágúst 2018 05:32 Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir Bjarni það réttilega, að Íslandi sé aðeins í 28. sæti. Í þessu sambandi bendir Bjarni á, að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn, að Bjarni vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því, að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer hann aðeins út í framleiðni líka, án þess að útskýra á nokkurn hátt, hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta, en ekki sjálf orsakavaldur. Um gengi krónunnar segir Bjarni, að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðun, kemur ekki fram. Vexti nefnir Bjarni engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá Bjarna. Nú er Bjarni blessaður fjármálaráðherra landsins, sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál, og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg. Veit maðurinn ekki betur? Um launastöðuna er það að segja, að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss, en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943,00 evrur á mánuði, eða um 740.000 kr., í Noregi voru þau 5.605,00 evrur, 700.000 kr., í Danmörku 4.073,00 evrur, 510.000 kr., og í Svíþjóð 3.879,00 evrur, 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487,00 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland, verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum. Jafn undarlegt og það er, virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindir fyrir því, að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.Beint og óbeint Beint horfir dæmið svona við: Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru. Eins og við sjáum, eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskiptabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því, að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri en í þeim löndum sem samkeppnishæfust eru.Hvað þýðir það? Húskaupandi kaupir íbúð á 60 milljónir. Fær 50 milljónir lánaðar. Umframvextir hér, miðað við nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári. Þessi húskaupandi er að borga 200.000 kr. meira á mánuði í vexti, en Svisslendingur eða Svíi gerir fyrir sams konar lán. Það sama gildir um fyrirtæki. Ef við tökum fyrirtæki, sem er með 100 milljónir í reksturs- og fjárfestingarfjármögnun, meðalfyrirtæki, þarf það að borga 5 milljónum meira í vexti á ári, en keppinautar þeirra í nefndum löndum. Og hvað með óbeinu vaxtaáhrifin? Þessir hávextir hér leiða auðvitað til þess, að fjármagn leitar í íslenzku krónuna, sem aftur spennir upp og afskræmir gengi hennar, uppdópar hana, með þeim afleiðingum, að hún er minnst 10-20% of sterk, miðað við efnahagsleg skilyrði og það gengi sem væri ef ekki væru hávextir hér. Mat undirritaðs er, að hið raunverulega efnahagsvandamál, sem leysa verður fljótt og vel, sé glórulausir vextir og uppdópað gengi. Leiðrétting þessa myndi hafa í för með sér meiri kjarabætur en nokkurn verkalýðsleiðtoga dreymir um. Við kæmumst þá eflaust líka í hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppnishæfni, eins og hin Norðurlöndin. Að lokum verður að minna á það lífs- og starfsumhverfi, sem ríkið skapar. Í Sviss er söluskattur 7,7%, en virðisaukaskatturinn hér er 24%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin. Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og Finnland í því 10. Það má líka nefna, að Noregur var í því 11. og Danmörk í því 12. Á sama tíma nefnir Bjarni það réttilega, að Íslandi sé aðeins í 28. sæti. Í þessu sambandi bendir Bjarni á, að launakostnaður á Íslandi sé með því hæsta í OECD. Skín í gegn, að Bjarni vill gera há íslenzk laun ábyrg fyrir því, að Ísland er aftarlega á merinni í samkeppnishæfni. Reyndar fer hann aðeins út í framleiðni líka, án þess að útskýra á nokkurn hátt, hvernig bæta megi hana. Enda er hún oftast afleiðing annarra þátta, en ekki sjálf orsakavaldur. Um gengi krónunnar segir Bjarni, að „mörgum þyki gengið fullsterkt“. Hvort það er líka hans skoðun, kemur ekki fram. Vexti nefnir Bjarni engu orði eða húsnæðiskostnað. Gjöld og skattar virðast heldur ekki spila stóra rullu í samkeppnismálum hjá Bjarna. Nú er Bjarni blessaður fjármálaráðherra landsins, sá sem ætti að vita mest og bezt um þessi mál, og eru þessi einföldu og fátæklegu skrif hans um samkeppnishæfni landsmanna því hvorki gleðileg né gæfuleg. Veit maðurinn ekki betur? Um launastöðuna er það að segja, að laun eru skv. síðustu alþjóðlegum skýrslum miklu hærri í Sviss, en á Íslandi, eða tæplega 33% hærri. Meðallaun í Sviss 2016 voru 5.943,00 evrur á mánuði, eða um 740.000 kr., í Noregi voru þau 5.605,00 evrur, 700.000 kr., í Danmörku 4.073,00 evrur, 510.000 kr., og í Svíþjóð 3.879,00 evrur, 485.000 kr. Á Íslandi voru meðallaun 4.487,00 evrur, eða 560.000 kr., á mánuði. Þar sem Sviss og Noregur, sem eru í 1. sæti og 11. sæti samkeppnishæfustu þjóða Evrópu, eru með 33% og 25% hærri laun en Ísland, verður skortur á samkeppnishæfni Íslands vart skýrður með háum launum. Jafn undarlegt og það er, virðist fjármálaráðherra og ýmsir aðrir ráðamenn – svo að ekki sé nú talað um höfuðpaurinn óforbetranlega, seðlabankastjóra – vera blindir fyrir því, að það eru vextirnir, ekki launin, sem eru að sliga íslenzkan atvinnurekstur og samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.Beint og óbeint Beint horfir dæmið svona við: Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%, í Danmörku 0,05% og í Noregi 0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum hærri en í þeim löndunum, sem samkeppnishæfust eru. Eins og við sjáum, eru stýrivextir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og 4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýrivextir gilda milli seðlabanka og viðskiptabanka. Vextir og vaxtamunur milli viðskiptabanka og almennings eða fyrirtækja eru miklu hærri. Ganga má út frá því, að vextir viðskiptabanka hér séu að meðaltali 5% hærri en í þeim löndum sem samkeppnishæfust eru.Hvað þýðir það? Húskaupandi kaupir íbúð á 60 milljónir. Fær 50 milljónir lánaðar. Umframvextir hér, miðað við nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári. Þessi húskaupandi er að borga 200.000 kr. meira á mánuði í vexti, en Svisslendingur eða Svíi gerir fyrir sams konar lán. Það sama gildir um fyrirtæki. Ef við tökum fyrirtæki, sem er með 100 milljónir í reksturs- og fjárfestingarfjármögnun, meðalfyrirtæki, þarf það að borga 5 milljónum meira í vexti á ári, en keppinautar þeirra í nefndum löndum. Og hvað með óbeinu vaxtaáhrifin? Þessir hávextir hér leiða auðvitað til þess, að fjármagn leitar í íslenzku krónuna, sem aftur spennir upp og afskræmir gengi hennar, uppdópar hana, með þeim afleiðingum, að hún er minnst 10-20% of sterk, miðað við efnahagsleg skilyrði og það gengi sem væri ef ekki væru hávextir hér. Mat undirritaðs er, að hið raunverulega efnahagsvandamál, sem leysa verður fljótt og vel, sé glórulausir vextir og uppdópað gengi. Leiðrétting þessa myndi hafa í för með sér meiri kjarabætur en nokkurn verkalýðsleiðtoga dreymir um. Við kæmumst þá eflaust líka í hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppnishæfni, eins og hin Norðurlöndin. Að lokum verður að minna á það lífs- og starfsumhverfi, sem ríkið skapar. Í Sviss er söluskattur 7,7%, en virðisaukaskatturinn hér er 24%.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun