Sjálfsögð mannréttindi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:00 Dags daglega hugsum við kannski ekki mikið um mannréttindi enda búum við í samfélagi þar sem mannréttindi eru ágætlega tryggð. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að mannréttindum og við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum byggt, samfélag sem grundvallað er á mannréttindum, lögum og rétti. En þótt við göngum að þessum mannréttindum sem vísum þá lýkur aldrei baráttunni og varðstöðunni fyrir þau. Gleðigangan er frábær leið til að fagna þeim mannréttindum sem áunnist hafa og um leið undirstrikar hún að baráttunni fyrir þeim lýkur aldrei. Það er ekki annað hægt en að vera glöð og stolt yfir því hversu samfélagi okkar hefur miðað í átt til skilnings á þeirri einföldu reglu að kynhneigð hvers og eins er einkamál sem hvorki ríkisvaldi né nokkrum öðrum kemur við. Nokkuð er síðan mismunun í lögum vegna samkynhneigðar var afnumin og hjónabönd samkynhneigðra eru til jafns við önnur hjónabönd. Þetta er reyndar svo sjálfsagt að það á ekki að þurfa að tala um þetta, en það eru ekki margir áratugir síðan staðan var allt önnur. En það er ekki nóg að jöfn lagaleg staða fólks óháð kynhvöt hafi áunnist. Viðurkenning samfélagsins, skilningur og víðsýni veitir lögunum innihald og skapar raunverulegt jafnrétti og raunverulegt frelsi. Við skulum nefnilega muna að mannrétti eins eru um leið mannréttindi allra, ábyrgðin okkar á því að sækja þau og verja er því sameiginleg, rétt eins og ávinningurinn sem felst í því að lifa og búa í sanngjörnu, víðsýnu og umburðarlyndu þjóðfélagi – göngum saman fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Dags daglega hugsum við kannski ekki mikið um mannréttindi enda búum við í samfélagi þar sem mannréttindi eru ágætlega tryggð. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að mannréttindum og við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum byggt, samfélag sem grundvallað er á mannréttindum, lögum og rétti. En þótt við göngum að þessum mannréttindum sem vísum þá lýkur aldrei baráttunni og varðstöðunni fyrir þau. Gleðigangan er frábær leið til að fagna þeim mannréttindum sem áunnist hafa og um leið undirstrikar hún að baráttunni fyrir þeim lýkur aldrei. Það er ekki annað hægt en að vera glöð og stolt yfir því hversu samfélagi okkar hefur miðað í átt til skilnings á þeirri einföldu reglu að kynhneigð hvers og eins er einkamál sem hvorki ríkisvaldi né nokkrum öðrum kemur við. Nokkuð er síðan mismunun í lögum vegna samkynhneigðar var afnumin og hjónabönd samkynhneigðra eru til jafns við önnur hjónabönd. Þetta er reyndar svo sjálfsagt að það á ekki að þurfa að tala um þetta, en það eru ekki margir áratugir síðan staðan var allt önnur. En það er ekki nóg að jöfn lagaleg staða fólks óháð kynhvöt hafi áunnist. Viðurkenning samfélagsins, skilningur og víðsýni veitir lögunum innihald og skapar raunverulegt jafnrétti og raunverulegt frelsi. Við skulum nefnilega muna að mannrétti eins eru um leið mannréttindi allra, ábyrgðin okkar á því að sækja þau og verja er því sameiginleg, rétt eins og ávinningurinn sem felst í því að lifa og búa í sanngjörnu, víðsýnu og umburðarlyndu þjóðfélagi – göngum saman fyrir okkur öll.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar