Smitandi hlátur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun