Losað um spennu Kristrún Frostadóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:15 Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun