Madonna Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. ágúst 2018 08:15 Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Madonna varð sextíu ára í gær. Ótrúlegt en satt. Eða ekki. Aldur er aldrei jafn afstæður og í tilfelli Madonnu enda er hún sannkölluð kvenmynd eilífðarinnar. Hún er náttúruafl, síkvik og margbreytileg. Madonna hefur farið eins og óstöðvandi stórfljót í gegnum samtímann. Hún er aldrei eins og þarf aldrei að laga sig að breyttum heimi vegna þess að hún sjálf er hreyfiaflið. Tískustraumar og stefnur hafa engin áhrif á Madonnu vegna þess að hún gefur tóninn og við dönsum með. Madonna hefur aldrei boðið upp á málamiðlanir. Hún gefst aldrei upp og fær alltaf sínu framgengt. Með þessu ægivaldi sínu hefur hún átt sviðsljósið í rúma þrjá áratugi. Alltaf fersk. Alltaf ný. Alltaf ögrandi. Hún er aldrei eins en er samt alltaf Madonna. Madonna er mósaíkhelgimynd. Amerískt íkon sem hefur haft meiri áhrif á menninguna en Marilyn Monroe, Elvis og Coca-Cola. Hún er kyntákn, brautryðjandi, frelsishetja kvenna og múrbrjótur sem hefur rústað alls konar tabúum af sinni mögnuðu einurð og festu. Madonna hefur alltaf ögrað. Í henni sameinast meyjan, móðirin, hóran og gyðjan þannig að eðlilega hefur hún heillað, hrætt, ógnað og kallað yfir sig mótmæli, fordæmingar og tilraunir til sniðgöngu og þöggunar. Allt auðvitað fánýtt og vonlaust brölt pappakassa og leiðindaliðs sem skelfur á beinunum andspænis sjálfstæðri, frjálsri, kynósa konu sem lætur ekkert stöðva sig. Einhliða ástarsamband okkar Madonnu hófst fyrir 34 árum, þegar ég var þrettán ára. Dáleiddur af stúlkunni framan á Like A Virgin-plötuumslaginu. Ég elskaði hana þá og ég elska hana enn. Heill þér, heilög Madonna!
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun