Lifi byltingin! Óttar Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Ég var í stórafmæli Ragnars Stefánssonar vinar míns á dögunum. Hann var á liðinni öld þekktasti foringi vinstrisinnaðra mótmælenda sem börðust fyrir betra samfélagi. Ragnar og félagar hans mótmæltu Nató, hernaðarbrölti Bandaríkjanna og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna. Hann var iðulega handtekinn fyrir skoðanir sínar en lét aldrei bilbug á sér finna. Í afmælinu var margt gamalla baráttufélaga Ragnars sem tóku þátt í margvíslegum aðgerðum. Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn réttu menn kreppta hnefa til himins og sungu Nallann. Ræðumenn hylltu Ragnar fyrir stefnufestu hans og mannkosti en einhverjir spurðu hverjir mundu taka við fána byltingarinnar. Svarið kom fyrr en nokkurn grunaði. Strax daginn eftir afmælið tóku Vinstri græn upp óvænta en jafnframt harðsnúna baráttu gegn íhaldsöflunum. Borgarfulltrúi flokksins gerði sér lítið fyrir og ullaði á Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn. Það verður að segjast að þetta er frumleg og nýstárleg baráttuaðferð og kannski nær tíðarandanum en blóðug slagsmál okkar Ragnars og félaga við lögregluna i den. Nú breiðist byltingin út um landið og miðin. Vinstri græn munu ulla á auðvaldið í mótmælaskyni á fundum og torgum og ekki hvað síst á netinu. Þetta gæti gjörbreytt íslensku samfélagi og íhaldsöflin munu væntanlega kikna undan þessu samstillta ulli róttæklinganna. Lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég var í stórafmæli Ragnars Stefánssonar vinar míns á dögunum. Hann var á liðinni öld þekktasti foringi vinstrisinnaðra mótmælenda sem börðust fyrir betra samfélagi. Ragnar og félagar hans mótmæltu Nató, hernaðarbrölti Bandaríkjanna og undirlægjuhætti íslenskra stjórnmálamanna. Hann var iðulega handtekinn fyrir skoðanir sínar en lét aldrei bilbug á sér finna. Í afmælinu var margt gamalla baráttufélaga Ragnars sem tóku þátt í margvíslegum aðgerðum. Þegar afmælissöngurinn hafði verið sunginn réttu menn kreppta hnefa til himins og sungu Nallann. Ræðumenn hylltu Ragnar fyrir stefnufestu hans og mannkosti en einhverjir spurðu hverjir mundu taka við fána byltingarinnar. Svarið kom fyrr en nokkurn grunaði. Strax daginn eftir afmælið tóku Vinstri græn upp óvænta en jafnframt harðsnúna baráttu gegn íhaldsöflunum. Borgarfulltrúi flokksins gerði sér lítið fyrir og ullaði á Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn. Það verður að segjast að þetta er frumleg og nýstárleg baráttuaðferð og kannski nær tíðarandanum en blóðug slagsmál okkar Ragnars og félaga við lögregluna i den. Nú breiðist byltingin út um landið og miðin. Vinstri græn munu ulla á auðvaldið í mótmælaskyni á fundum og torgum og ekki hvað síst á netinu. Þetta gæti gjörbreytt íslensku samfélagi og íhaldsöflin munu væntanlega kikna undan þessu samstillta ulli róttæklinganna. Lifi byltingin!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar