Að semja um árangur Bjarni Benediktsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Efnahagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar