Bölvuð Vegagerðin Benedikt Bóas skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun