Fallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:00 Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun