Íslenskan á tímum örra breytinga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 23. júlí 2018 07:00 Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar