Almannagjá milli þings og þjóðar Sverrir Björnsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar