„Vannstu?“ Ástvaldur Heiðarsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar