Logið til um orkumálapakka Evrópusambandsins á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar