Markaðsdagur í Bolungarvík Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er svo sjarmerandi við íslenska sumarið er frumkvæði fólks á landsbyggðinni að hinni margvíslegustu sumargleði þar sem íbúar jafnt sem aðkomufólk og ekki síst brottfluttir bæjarbúar eru velkomnir. Um síðustu helgi var t.d. mikið um dýrðir á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem ber Eyjamönnum fagurt vitni þar sem árvisst er þakkað fyrir varðveislu og uppbyggingu eftir eldgosið 1973. Ég var svo lánsöm vegna tengsla við gott fólk í Bolungarvík að fara á Markaðsdaginn þar í bæ. Þar er áratuga hefð að raða upp gömlum frystigámum við félagsheimilið sem fylltir eru alls kyns gæðum. Þar mátti finna harðfisk, lopapeysur og ýmist handverk auk þess sem boðið var upp á taílenskan mat. Austurlensk kona bauð til sölu verk sem hún hafði málað af einstakri litagleði og hæfni auk þess sem hún sat við og málaði hvert listaverkið af öðru á bústnar kinnar íslenskra barna sem komu sveitt úr hoppuköstulum og nutu þess að eiga daginn með stórfjölskyldunni, fólki á öllum aldri og af mörgum þjóðernum. Það þurfti engan SAS (sérfræðing að sunnan) til að skapa þetta. Þarna rakst maður á gamla samferðamenn úr ýmsum áttum. Svo var ég kynnt fyrir sóknarnefndarformanni, organista og líka eiginmanni sóknarprestsins sem var viðburðastjóri hátíðarinnar, auk þess sem einn kunnur landsliðsmaður rölti um svæðið afslappaður í íslenskri lopapeysu og gallabuxum og maður hafði rétt nýlega séð hann á skjánum berjast eins og ljón við Króatana, sem eru hugsanlegir heimsmeistarar í fótbolta þegar þetta er skrifað. Þarna var fjölmenningin lifuð en ekki rædd. Ég fann þegar ég kvaddi Víkina og horfði á miðnætursólina varpa geislum á vitann við Óshlíðina hvað hinn sjálfsprottni félagsauður landsbyggðarinnar er heill og ósvikinn.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar