Hetjusaga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:00 Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun