Málefni heimilislausra í Reykjavík Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir og Garðar S. Ottesen og Júlíus Þórðarson skrifa 12. júlí 2018 07:00 Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Tengdar fréttir Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess?
Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar