Staðan er dökk Hörður Ægisson skrifar 13. júlí 2018 10:00 Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair WOW Air Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í annað sinn á átján mánuðum hefur Icelandair verið skellt niður á jörðina. Afkomuviðvörun flugfélagsins síðastliðið sunnudagskvöld, þar sem afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið var lækkuð um allt að 37 prósent, kom ekki eins mikið á óvart og sú sem birtist í ársbyrjun 2017 en afleiðingarnar voru þær sömu. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um fjórðung og markaðsvirði Icelandair hefur núna minnkað um 140 milljarða á aðeins tveimur árum. Rekstrarkostnaður hefur aukist mikið á meðan tekjurnar hafa látið á sér standa vegna gríðarlegrar samkeppni – og Icelandair er þar að verða undir. Tiltrú og traust fjárfesta á flugfélaginu, sem var ekki mikið fyrir, er nú hverfandi. Hluthafar Icelandair, þar sem lífeyrissjóðir eru umsvifamestir með um helmingshlut, hljóta að krefja stjórnendur félagsins skýrra svara um hvernig þeir ætli að snúa við rekstrinum samhliða harðnandi samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. Veðmál Icelandair um að meðalfargjöld myndu hækka á árinu var dýrkeypt og gekk ekki eftir. Þær hagræðingaraðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í til að bæta stöðu félagsins hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Meira þarf til. Launakostnaður fyrirtækisins, sem er fíllinn í stofunni, virðist nær stjórnlaus og jókst um meira en 30 prósent á fyrsta fjórðungi. Með sama framhaldi er útlit fyrir að hann hækki um tíu milljarða á árinu. Á sama tíma og fréttir berast af versnandi afkomu Icelandair er minna vitað um rekstur WOW air, sem hefur stækkað með undraverðum hætti á örfáum árum, en fullyrða má að hann sé einnig erfiður um þessar mundir, einkum vegna hækkandi olíuverðs. Væntingar eru um að Skúli Mogensen, eini eigandi fyrirtækisins, fái erlenda fjárfesta inn í hluthafahópinn á næstunni til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Vonandi gengur það eftir. Það skiptir máli, ekki aðeins fyrir vöxt og viðgang WOW air, heldur ekki síður efnahagslífið sem má illa við því ef truflanir verða á starfsemi íslensku flugfélaganna. Vöxtur þeirra, en flugfélögin tvö standa undir um 80 prósentum af öllu framboði á flugferðum til og frá landinu, hefur gegnt lykilhlutverki í uppgangi ferðaþjónustunnar sem hefur umbylt íslensku hagkerfi. Stærra samhengið er þetta. Icelandair hefur verið opinberað sem stofnun sem þangað til fyrir fáeinum árum naut þeirra forréttinda að starfa í reynd í fákeppnisumhverfi. Það er hins vegar liðin tíð – um þrjátíu flugfélög bjóða upp á flug til og frá landinu í sumar – og félaginu hefur mistekist að fóta sig í gerbreyttu samkeppnisumhverfi. Þetta á ekki aðeins við um Icelandair heldur höfum við séð slíkt hið sama í tilfelli annarra skráðra félaga sem hafa glímt við vaxandi samkeppni eftir komu Costco til landsins. Það sem þessi þróun hefur meðal annars leitt í ljós er að stjórnir fyrirtækja eru í of miklum mæli skipaðar stjórnarmönnum, með stuðningi lífeyrissjóða, sem eiga ekkert undir í félaginu og erfitt er að sjá hvaða sérþekkingu þeir hafa fram að færa til að takast á við slíkar krefjandi aðstæður. Þetta þarf að breytast. Versnandi gengi Icelandair, sem er einn stærsti vinnustaður landsins, er ágætis vísbending um þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi síðustu ár í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Stjórnendur fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Uppsagnir og sameiningar eru í pípunum. Verði ekkert að gert mun gríðarlegur launakostnaður fyrirtækja, sem sumir telja skynsamlegt að auka enn frekar, brjótast út í verðbólgu og gengisveikingu. Staðan er dökk.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar