Ratcliffe góður gæi Guðmundur Edgarsson skrifar 13. júlí 2018 07:00 Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar