Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 07:00 Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar