Veðurbarin hamingja Lára G. Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2018 07:00 Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Veður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það rignir svo mikið að fólk á Suðvesturlandi stillir vekjaraklukkuna eftir veðurspánni til að geta slegið grasið. Og við sjáum ekki fram á að geta borið á pallinn þetta sumarið því ekkert útlit er fyrir tvo samfellda þurra sólarhringa. Ef hægt er að vera óþreyjufullur af sólarskorti þá er tíminn núna. Maður mundi ætla að veðurfar hefði mikil áhrif á hugarástand – að fólkið á Spáni hefði það betra en við í grámyglunni og vætunni. Því lagðist ég yfir rannsóknir til að komast að því hvaða áhrif veðurfar hefur á geðheilsu okkar. Ólíkt því sem ég bjóst við þá virðumst við búa við eðalaðstæður. Eini veðurþátturinn sem virðist hafa áhrif á sálarlíf okkar er hitastig (en ekki rok, rigning, raki, úrkoma eða sólskin). Vellíðan mælist hæst við 13,9°C og minnkar marktækt með hækkandi hitastigi. Þegar hiti hækkar yfir 21°C minnkar lífsgleði fólks ásamt því sem streita, reiði og þreyta eykst. Fjandsamlegar hugsanir, sambandsslit, glæpir, ofbeldi og andfélagsleg hegðun eykst sömuleiðis með hækkandi hitastigi. Þó svo að þeir sem búa við rok og rigningu kvarti meira undan veðrinu eru þeir jafnlífsglaðir og þeir sem búa í sólarlandi. Þegar á heildina er litið hefur veðurfar lítil áhrif á lundarfar okkar enda sýna niðurstöður Alþjóðahamingjurannsóknarinnar (World Happiness Report) að Íslendingar eru meðal fimm hamingjusömustu þjóða heims. Ef þið sjáið í hillingum að flytja til Spánar í sólina skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um – því við virðumst skapa okkar eigið sólskin. Ef þið viljið auka lífsgleði ykkar skuluð þið borða vel af grænmeti og ávöxtum, sofa vel og hreyfa ykkur úti – veðurbarin en með sól í hjarta.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar