Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 13:19 Þrátt fyrir röð hneykslismála situr Scott Pruitt enn sem fastast í embætti forstjóra EPA, meðal annars vegna ánægju Trump forseta með framgöngu hans í að afnema umhverfisreglur. Vísir/EPA Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og aðstoðarmenn hans héldu leynilega dagskrá til að fela fundi sem hann átti með fulltrúum hagsmunaaðila og umdeildum einstaklingum, þar á meðal áströlskum kardinála sem er sakaður um barnaníð. Aðstoðarmenn forstjórans hafa lýst því hvernig hann lét þá hlaupa fjölda persónulegra erinda fyrir hann. Kevin Chmielewski, fyrrverandi aðstoðarstarfsmannastjóri Scott Pruitt, forstjóra Umhverfisstofnunarinnar (EPA), segir að starfsmenn hans hafi ítrekað þurrkað út úr, breytt og fjarlægt opinbera dagskrá hans vegna áhyggna af því að hún gæti „litið illa út“, að sögn CNN-fréttastofunnar. Gögn sem CNN hefur undir höndum sýna að á þriðja tug funda, viðburða og símtala hafi verið fjarlægðir úr opinberri dagskrá forstjórans. Slíkt gæti stangast á við bandarísk alríkislög. Chmielewski nefnir sem dæmi fund Pruitt og George Pell kardinála í Páfagarði í júní í fyrra, nokkrum vikum áður en Pell var ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. Sá fundur var viljandi máður út úr dagskrá Pruitt eftir að hann átti sér stað. Pell er eins og Pruitt einarður afneitari loftslagsvísinda. „Við áttum fundi þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að taka úr opinberri dagskrá. Á einum tímapunkti vorum við með þrjár mismunandi dagskrár. Ein af þeim var þannig að enginn annar sá hana nema þrjú eða fjögur okkar,“ segir Chmielewski við CNN.Fjöldi rannsókna á mögulegu misferli Pruitt hefur lengi verið undir smásjánni vegna áskana um spillingu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða opinberu fé í ferðalög á fyrsta farrými og með einkaþotum og öryggisgæslu auk sérstakra ráðstafana eins og að láta koma fyrir hljóðeinangruðum símaklefa á skrifstofu sinni. Þá vöktu húsnæðismál Pruitt verulega athygli fyrr á þessu ári. Í ljós kom að Pruitt leigði íbúð á vildarkjörum af konu talsmanns hagsmunaaðila sem átti mikið undir ákvörðunum EPA. Þrátt fyrir röð hneykslismála og fjölda rannsókna sem beinast að embættisfærslum hans hefur Donald Trump forseti haldið tryggð við Pruitt. Ástæðan er sögð hversu hart Pruitt hafi gengið fram í að afnema umhverfisverndarreglur frá því að hann tók við embætti í byrjun síðasta árs. Chmielewski heldur því fram að honum hafi verið bolað úr starfi hjá EPA eftir að hann gerði athugasemdir við fjáraustur Pruitt og stjórnun í febrúar.Engir tölvupóstar en sendi þakkarbréf til olíu- og gasforkólfa Politico hefur einnig greint frá því að Pruitt virðist ekki hafa sent neina tölvupósta úr opinberu póstfangi sínu utan stofnunarinnar. EPA afhenti aðeins einn póst eftir kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Talsmenn EPA hafa sagt að samskipti Pruitt fari yfirleitt fram í gegnum fundi eða símtöl. Þetta hefur vakið upp spurningar um að hann haldi samskiptum sínum við hagsmunaaðila leyndum. Þekkt er að Pruitt hefur unnið náið með fulltrúum jarðefnaeldsneytisiðnaðarins og fleiri hagsmunaaðilum. Bréf sem New York Times komst yfir benda til þess að Pruitt hafi raunverulega átt í miklum samskiptum við fulltrúa iðnaðarins sem stofnunin sem hann stýrir á að hafa eftirlit með. Í þeim þakkar hann forsvarsmönnum olíu- og gasfyrirtækja fyrir fundi og viðburði.STICK WITH US FOR THIS THREAD: We know Scott Pruitt doesn't like to email (avoids creating a "paper trail") Turns out he DOES (or did) snail mail. Guess who he writes to? Oil & gas executives. Come along for the ride as we check out bit of his correspondence. BP America up first pic.twitter.com/FLQATlrmuo— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) July 1, 2018 Starfsmenn áttu að aðstoða við atvinnuleit eiginkonunnar Nokkrir aðstoðarmanna Pruitt hafa borið vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undanfarna daga þar sem þeir hafa lýst persónulegum erindum sem forstjórinn lét þá reka fyrir sig. Washington Post segir að Pruitt hafi meðal annars falið þeim að finna vel launað starf fyrir eiginkonu sína og veita sér lögfræðilega aðstoð í deilu við leigusala sinn. Starfsmannastjóri Pruitt og fyrrverandi aðstoðarforstöðumaður stefnumótunarskrifstofu EPA lýstu því hvernig forstjórinn hefði þrýst á undirmenn sína að finna flug á fyrsta farrými eða einkaþotur fyrir hann þrátt fyrir viðvaranir um að slíkt stæðist ekki siðareglur. Eftirlitsmaður með siðareglum innan EPA tilkynnti í síðustu viku að hann hefði hvatt innri eftirlitsmann stofnunarinnar að bæta við rannsókn sem er þegar í gangi á framferði Pruitt eftir að hann uppgötvaði fleiri álitamál sem tengjast forstjóranum. Mögulegt er að Pruitt hafi brotið alríkislög með því að láta starfsmenn stofnunarinnar sinna persónulegum erindum hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og aðstoðarmenn hans héldu leynilega dagskrá til að fela fundi sem hann átti með fulltrúum hagsmunaaðila og umdeildum einstaklingum, þar á meðal áströlskum kardinála sem er sakaður um barnaníð. Aðstoðarmenn forstjórans hafa lýst því hvernig hann lét þá hlaupa fjölda persónulegra erinda fyrir hann. Kevin Chmielewski, fyrrverandi aðstoðarstarfsmannastjóri Scott Pruitt, forstjóra Umhverfisstofnunarinnar (EPA), segir að starfsmenn hans hafi ítrekað þurrkað út úr, breytt og fjarlægt opinbera dagskrá hans vegna áhyggna af því að hún gæti „litið illa út“, að sögn CNN-fréttastofunnar. Gögn sem CNN hefur undir höndum sýna að á þriðja tug funda, viðburða og símtala hafi verið fjarlægðir úr opinberri dagskrá forstjórans. Slíkt gæti stangast á við bandarísk alríkislög. Chmielewski nefnir sem dæmi fund Pruitt og George Pell kardinála í Páfagarði í júní í fyrra, nokkrum vikum áður en Pell var ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. Sá fundur var viljandi máður út úr dagskrá Pruitt eftir að hann átti sér stað. Pell er eins og Pruitt einarður afneitari loftslagsvísinda. „Við áttum fundi þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að taka úr opinberri dagskrá. Á einum tímapunkti vorum við með þrjár mismunandi dagskrár. Ein af þeim var þannig að enginn annar sá hana nema þrjú eða fjögur okkar,“ segir Chmielewski við CNN.Fjöldi rannsókna á mögulegu misferli Pruitt hefur lengi verið undir smásjánni vegna áskana um spillingu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða opinberu fé í ferðalög á fyrsta farrými og með einkaþotum og öryggisgæslu auk sérstakra ráðstafana eins og að láta koma fyrir hljóðeinangruðum símaklefa á skrifstofu sinni. Þá vöktu húsnæðismál Pruitt verulega athygli fyrr á þessu ári. Í ljós kom að Pruitt leigði íbúð á vildarkjörum af konu talsmanns hagsmunaaðila sem átti mikið undir ákvörðunum EPA. Þrátt fyrir röð hneykslismála og fjölda rannsókna sem beinast að embættisfærslum hans hefur Donald Trump forseti haldið tryggð við Pruitt. Ástæðan er sögð hversu hart Pruitt hafi gengið fram í að afnema umhverfisverndarreglur frá því að hann tók við embætti í byrjun síðasta árs. Chmielewski heldur því fram að honum hafi verið bolað úr starfi hjá EPA eftir að hann gerði athugasemdir við fjáraustur Pruitt og stjórnun í febrúar.Engir tölvupóstar en sendi þakkarbréf til olíu- og gasforkólfa Politico hefur einnig greint frá því að Pruitt virðist ekki hafa sent neina tölvupósta úr opinberu póstfangi sínu utan stofnunarinnar. EPA afhenti aðeins einn póst eftir kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Talsmenn EPA hafa sagt að samskipti Pruitt fari yfirleitt fram í gegnum fundi eða símtöl. Þetta hefur vakið upp spurningar um að hann haldi samskiptum sínum við hagsmunaaðila leyndum. Þekkt er að Pruitt hefur unnið náið með fulltrúum jarðefnaeldsneytisiðnaðarins og fleiri hagsmunaaðilum. Bréf sem New York Times komst yfir benda til þess að Pruitt hafi raunverulega átt í miklum samskiptum við fulltrúa iðnaðarins sem stofnunin sem hann stýrir á að hafa eftirlit með. Í þeim þakkar hann forsvarsmönnum olíu- og gasfyrirtækja fyrir fundi og viðburði.STICK WITH US FOR THIS THREAD: We know Scott Pruitt doesn't like to email (avoids creating a "paper trail") Turns out he DOES (or did) snail mail. Guess who he writes to? Oil & gas executives. Come along for the ride as we check out bit of his correspondence. BP America up first pic.twitter.com/FLQATlrmuo— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) July 1, 2018 Starfsmenn áttu að aðstoða við atvinnuleit eiginkonunnar Nokkrir aðstoðarmanna Pruitt hafa borið vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undanfarna daga þar sem þeir hafa lýst persónulegum erindum sem forstjórinn lét þá reka fyrir sig. Washington Post segir að Pruitt hafi meðal annars falið þeim að finna vel launað starf fyrir eiginkonu sína og veita sér lögfræðilega aðstoð í deilu við leigusala sinn. Starfsmannastjóri Pruitt og fyrrverandi aðstoðarforstöðumaður stefnumótunarskrifstofu EPA lýstu því hvernig forstjórinn hefði þrýst á undirmenn sína að finna flug á fyrsta farrými eða einkaþotur fyrir hann þrátt fyrir viðvaranir um að slíkt stæðist ekki siðareglur. Eftirlitsmaður með siðareglum innan EPA tilkynnti í síðustu viku að hann hefði hvatt innri eftirlitsmann stofnunarinnar að bæta við rannsókn sem er þegar í gangi á framferði Pruitt eftir að hann uppgötvaði fleiri álitamál sem tengjast forstjóranum. Mögulegt er að Pruitt hafi brotið alríkislög með því að láta starfsmenn stofnunarinnar sinna persónulegum erindum hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07