Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 19:51 Bílar þurfa ekki að standast eins strangar kröfur um útblástur eftir 2020 og til stóð ef tillaga Trump-stjórnarinnar nær fram að ganga. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt. Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt.
Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46