Grugg eða gegnsæi? Þorvaldur Gylfason skrifar 5. júlí 2018 07:00 Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sólskinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sammerkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opinbera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga.Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjararáð vill ekki afhendaFréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnufriði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar.Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum bankaráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðlabankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherrann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgunblaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenning. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa vanrækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla.Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttarríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valdsmenn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar s.l. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Þorvaldur Gylfason Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sólskinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sammerkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opinbera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga.Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjararáð vill ekki afhendaFréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnufriði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar.Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum bankaráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðlabankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherrann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgunblaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenning. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa vanrækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla.Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttarríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valdsmenn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar s.l.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun