Hroki Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Þórarinn Þórarinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég nýt þeirra lífsgæða að hafa hvorki áhuga né vit á knattspyrnu en mun meiri áhuga á mannlegu eðli. Hef þess vegna staldrað sérstaklega við tilfinningahitann, hatur og ást fólks á mönnum sem það þekkir ekki neitt í kringum HM. Sýnist þessi Rónaldó og Messi helst hafa unnið sér það til óhelgi að vera milljón sinnum betri í fótbolta en „strákarnir okkar“. Formælingarnar og fúkyrðin sem hafa dunið á Rónaldó eru sérlega áhugaverð. Ég fæ ekki betur séð en að maðurinn sé ótrúlega hæfileikaríkur, einbeittur og einarður. Alveg átakanlega íslenskt að hatast við hann fyrir að vera góður með sig og að hafa dirfst að gera lítið úr heilögu strákunum okkar á EM. Í HM-fárinu hef ég tekið eftir að Íslendingar eru aldrei yfir það hafnir að gera lítið úr fólki sem skyggir á þá með yfirburða hæfileikum. Amma mín sagði mér fyrir margt löngu að það væri ekkert að hroka ef fólk getur staðið undir honum og mér sýnist Rónaldó hafa full efni á að sýna hroka og yfirlæti. Hann er góður í sínu sporti. Á heimsmælikvarða. Herra Hroki er samt farinn heim og þá er ekkert annað í stöðunni en að halda með Englandi. Hrokafull þjóð, þótt deila megi um innistæðuna. England mun samt leggja fulltrúa einnar jafnleiðinlegustu þjóðar heims, Svía, á laugardaginn og Svíar geta sjálfum sér um kennt. Hvernig datt þeim í hug að nota ekki flottasta hrokagikk síðari tíma, Zlatan Ibrahimovic, á þessu móti? Hroki Zlatans er svo tær og réttmætur að meira að segja anti-sportisti eins og ég getur ekki annað en hrifist með. Hann er maður þeirrar sjaldgæfu gerðar að hann er búinn að vinna áður en hann reimar á sig takkaskóna. Ágætt að Svíar eru kjánar. Áfram England!
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar