Sturla og Gissur Óttar Guðmundsson skrifar 7. júlí 2018 10:00 Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun