Aðildarríki samnings um efnavopn koma saman Michael Nevin skrifar 22. júní 2018 07:00 Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samningurinn um efnavopn er alþjóðlegur samningur sem felur í sér bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og eyðingu þeirra. Ísland og Bretland eru bæði í hópi stofnríkja samningsins sem er jafnan talinn einhver sá merkilegasti í afvopnunarmálum á síðari árum. Margt bendir til þess að við höfum gleymt hvers vegna við lögðum upprunalega svona ríka áherslu á þennan mikilvæga samning. Það er áhyggjuefni. Áhrif efnavopna eru margvísleg og hræðileg. Þau geta valdið því að fólk kafni, verði fyrir eitrun og líkamlegum skaða. Þegar efnavopn leiða ekki strax til dauða geta áhrif þeirra varið út ævina. Á síðustu öld voru efnavopn notuð á vígvöllum og utan þeirra með skelfilegum afleiðingum. Á meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð létust fleiri en 90.000 hermenn á kvalafullan hátt þegar efnavopn á borð við klórgas og sinnepsgas voru notuð. Næstum milljón hermenn til viðbótar misstu sjónina, afskræmdust eða hlutu annan varanlegan skaða.Afleiðingar sjást enn Efnavopn voru einnig notuð með skelfilegum afleiðingum í Marokkó, Jemen, Kína og Abyssiníu (nú Eþíópía). Enn þann dag í dag sjást afleiðingar efnavopnanotkunar í Fyrsta Persaflóastríðinu á níunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu þúsund Íranar þjást enn og deyja vegna áhrifa efnanna sem notuð voru í því stríði. Samningurinn um efnavopn tók gildi árið 1997 og þar með varð til Efnavopnastofnunin. Í fyrsta sinn í sögunni varð til óháður og ópólitískur aðili sem fylgdist með notkun efnavopna. Nú hafa 192 lönd, þar á meðal Ísland, staðfest samninginn og eru þannig aðildarríki samningsins um efnavopn. Alþjóðasamfélagið hefur samþykkt að þróun, framleiðsla, geymsla og dreifing þessara banvænu efna ætti að heyra sögunni til. Ómögulegt er að refsa ekki þeim sem nota efnavopn. Alvarleg ógn Núna, rúmum 20 árum eftir að samningurinn tók gildi og um það bil fimm árum eftir að Efnavopnastofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels, er samningurinn og gildi hans í hættu. Aðeins frá ársbyrjun 2017 hafa efnavopn verið notuð gegn óbreyttum borgurum í Sýrlandi, Írak, Malasíu og Bretlandi. Endurtekin notkun efnavopna er alvarleg ógn við samninginn og nú er nauðsynlegt að vernda og styrkja samninginn. Bretar og nokkur önnur aðildarríki kölluðu eftir því að öll aðildarríki samningsins um efnavopn kæmu saman og nú hefur þessu kalli verið svarað. Aðildarríkin munu koma saman í Haag dagana 26.-27. júní. Og leitum við til ríkja um allan heim að koma saman til að finna leiðir til að styrkja og vernda þennan hornstein alþjóðlegrar utanríkisstefnu. Ísland er á móti notkun efnavopna og kemur til með að taka þátt á fundinum í lok júní og við fögnum því. Sumir hafa sagt að þessi fundur verði vettvangur fyrir einhvers konar alþjóðlegan ágreining þar sem ríki verði neydd til að taka afstöðu til tiltekinna árása, en hann mun frekar taka til kerfa sem byggja á lagareglum og alþjóðlegum reglum í stað stjórnleysis og forða því að notkun efnavopna verði venjan. Enn fremur hafa fleiri en tuttugu leiðandi mannréttindasamtök gefið út yfirlýsingu um mikilvægi þess að Efnavopnastofnunin verji bannið við efnavopnum og eflist enn frekar á fundinum í lok júní. Fyrir tveimur áratugum markaði stofnun samningsins um efnavopn tímamót í alþjóðlegum stjórnmálum. Heimurinn tók afstöðu og samþykkti að hvers konar notkun efnavopna væri óréttmæt og andstyggileg. Nú verðum við að bregðast við og vernda þennan samning.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar