Þetta reddast ekki á „kúlinu“ Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun