Ofurafl fjárfesta, verðlaunaiðnaðar og „dómnefnda“ á „arkitektúr“ Örnólfur Hall skrifar 28. júní 2018 07:00 I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar