Afstæðiskenning um bjór og sól Þórlindur Kjartansson skrifar 29. júní 2018 07:00 Hvort skyldi nú vera betra að puða heilan dag í steikjandi hita og brennandi sól uppi á rykugu húsþaki við að bera á tjöru og leggja þaksteina og fá sér svo ískaldan bjór—eða sleppa öllu þessum bölvaða puði en teygja sig bara inn í ísskáp og fá sér einn ískaldan bjór úti á svölum? Þeir sem séð hafa myndina Shawshank Redemption vita svarið við þessari spurningu. Í þeirri mynd semur endurskoðandinn Andy Dufresne við fangelsisstjórann um að hjálpa honum að komast hjá greiðslu erfðafjárskatts gegn því að nokkrir samfangar hans fái að njóta þess að sötra bjór á húsþakinu, eins og frjálsir menn. Og hvort ætli fangarnir hafi glaðst yfir þessu? Nautn þeirra af bjórnum kalda var svo innileg, einföld og falleg að hún seytlar alla leið í gegnum skjáinn og inní gleðitaugar áhorfenda sem geta ekki annað en notið bjórsopans með þeim. „Þarna sátum við og drukkum með sólina á öxlunum eins og frjálsir menn,“ sagði Red, með rödd Morgans Freeman. Úti við vegg sat svo Andy sjálfur með friðsælt sigurbros á vör og ekki nokkur hlutur í veröldinni gat bætt við vellíðan hans, ekki einu sinni bjórinn sem samfangi hans reyndi að bera í hann.Merkilegur bjór En hvað var svona gott og merkilegt við þennan bjór? Þetta var örugglega ekki neinn sérstakur gæðabjór úr belgísku míkróbrugghúsi, eða íslenskur verðlaunabjór—heldur ábyggilega eitthvert amerískt stórmarkaðspiss, sennilega eitthvað Lite, sem ekki nokkur einasti bjórspekúlant með sjálfsvirðingu myndi fyrir sitt litla líf hleypa inn fyrir sínar vandlátu varir. En samt er þessi litli bjór, drukkinn við ömurlegar aðstæður, af skítugum og dæmdum mönnum í rifnum og óhreinum fötum, víðs fjarri öllum lystisemdum lífsins—án nokkurs vafa sá allra besti bjór af öllum þeim bjór sem nokkru sinni hefur verið drukkinn í bíómynd. Ekki einu sinni skrautlegustu kokteilar á svölustu þakbörum stórborga þar sem fyrirsætur og fjármálafurstar spóka sig snyrt og strokin undir taktföstum bassa fáguðustu raftónlistar komast nálægt þessum einfalda bjór. Fangarnir nutu bjórsins síns svona sérstaklega vel af því að þeir áttu það raunverulega skilið. Þeir höfðu erfiðað fyrir honum. Þeir nutu hans af því að nautnin var bæði óvænt og forboðin fyrir útlæga menn. En fyrst og fremst nutu þeir hans vegna þess að vellíðunarmunurinn er svo mikill á milli hinnar daglegu þjáningar og erfiðis tukthúslimsins og sælunnar að sitja í smástund eins og frjáls maður með kaldan bjór á húsþakinu. Afstæð hamingja Svona virkar mannskepnan. Vellíðan okkar lagar sig hratt að þeim veruleika sem veröldin býður okkur upp á. Sá sem kaupir sér ódýran nýjan bíl er alveg jafnglaður og sá sem kaupir sér dýran nýjan bíl; en þeir verða súrir sem þurfa að skipta úr góðum bíl í lélegri; jafnvel þótt sá lélegri sé í sjálfu sér stórgóður. Fólk sem þarf að kljást við alvarleg veikindi er alveg jafnhamingjusamt á góðu dögunum, eins og fullfrískt fólk—kannski ennþá hamingjusamara. Allt er afstætt, og fátt afstæðara heldur en hamingjan. Það er vitaskuld þetta sama sem útskýrir gleði Íslendinga yfir árangri fótboltalandsliðsins. Ekki er langt síðan knattspyrnulegur hápunktur Íslendinga var ólíklegt 1–1 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli. Í mörg ár lifðum við sátt á þeim árangri og héldum að það yrði ekki toppað. Svo komst Ísland í 8-liða úrslit á EM 2016 og var það hinn óvænti kaldi bjór á þakinu í Shawshank fangelsinu. Nú gleðjumst við innilega yfir að hafa komist á HM og að hafa gert 1-1 jafntefli við Argentínu. En á meðan við gleðjumst yfir því sem okkur finnst stórt afrek eru Þjóðverjar niðurbrotnir yfir sambærilegum árangri. Allt er afstætt. Sólin kemur Og þannig verður það líka með næsta sólskinsdag á höfuðborgarsvæðinu. Ég hlakka meira til hans eftir því sem við upplifum fleiri súldir og skýföll. Á endanum kemur sólin, og eftir því sem hún lætur bíða lengur eftir sér þeim mun kátari verða íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar hún loksins kemur fram. Það gerist nefnilega eitthvað magnað þessa fáu langþráðu blíðviðrisdaga á Íslandi. Við verðum eins og beljurnar að vori—hoppandi og skoppandi í allar áttir. Allir brosa og eru tillitssamir í umferðinni. Örgustu fúlmenni finna í sér mildustu hláturtaugar. Enginn getur verið reiður eða pirraður yfir nokkrum hlut og það er eins og einhverjum ólöglegum gleðiefnum hafi verið spreyjað út í andrúmsloftið. Það eru tilbreytingarnar sem gera dagana glaða. Dagleg drykkja á hágæðabjór úr míkróbrugghúsum rænir mann smám saman þeirri unun sem hægt er að njóta af volgum og vondum bjór eftir langan vinnudag. Stanslausar sigurgöngur íþróttaliða breyta þakklæti smám saman í heimtufrekju. Og meira að segja stöðug veðurblíða verður á endanum að þreytandi tilbreytingarlausri lognmollu. Það er því líklega hollast fyrir íbúa suðvesturhornsins að líta svo á að grámygla sumarsins hingað til sé bara undirbúningur fyrir sæludaginn þegar sólin kemur; að við séum að puða við að bera tjöru á þakið en eigum í vændum svalandi drykk með sólina á öxlunum og frelsisglampa í augunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hvort skyldi nú vera betra að puða heilan dag í steikjandi hita og brennandi sól uppi á rykugu húsþaki við að bera á tjöru og leggja þaksteina og fá sér svo ískaldan bjór—eða sleppa öllu þessum bölvaða puði en teygja sig bara inn í ísskáp og fá sér einn ískaldan bjór úti á svölum? Þeir sem séð hafa myndina Shawshank Redemption vita svarið við þessari spurningu. Í þeirri mynd semur endurskoðandinn Andy Dufresne við fangelsisstjórann um að hjálpa honum að komast hjá greiðslu erfðafjárskatts gegn því að nokkrir samfangar hans fái að njóta þess að sötra bjór á húsþakinu, eins og frjálsir menn. Og hvort ætli fangarnir hafi glaðst yfir þessu? Nautn þeirra af bjórnum kalda var svo innileg, einföld og falleg að hún seytlar alla leið í gegnum skjáinn og inní gleðitaugar áhorfenda sem geta ekki annað en notið bjórsopans með þeim. „Þarna sátum við og drukkum með sólina á öxlunum eins og frjálsir menn,“ sagði Red, með rödd Morgans Freeman. Úti við vegg sat svo Andy sjálfur með friðsælt sigurbros á vör og ekki nokkur hlutur í veröldinni gat bætt við vellíðan hans, ekki einu sinni bjórinn sem samfangi hans reyndi að bera í hann.Merkilegur bjór En hvað var svona gott og merkilegt við þennan bjór? Þetta var örugglega ekki neinn sérstakur gæðabjór úr belgísku míkróbrugghúsi, eða íslenskur verðlaunabjór—heldur ábyggilega eitthvert amerískt stórmarkaðspiss, sennilega eitthvað Lite, sem ekki nokkur einasti bjórspekúlant með sjálfsvirðingu myndi fyrir sitt litla líf hleypa inn fyrir sínar vandlátu varir. En samt er þessi litli bjór, drukkinn við ömurlegar aðstæður, af skítugum og dæmdum mönnum í rifnum og óhreinum fötum, víðs fjarri öllum lystisemdum lífsins—án nokkurs vafa sá allra besti bjór af öllum þeim bjór sem nokkru sinni hefur verið drukkinn í bíómynd. Ekki einu sinni skrautlegustu kokteilar á svölustu þakbörum stórborga þar sem fyrirsætur og fjármálafurstar spóka sig snyrt og strokin undir taktföstum bassa fáguðustu raftónlistar komast nálægt þessum einfalda bjór. Fangarnir nutu bjórsins síns svona sérstaklega vel af því að þeir áttu það raunverulega skilið. Þeir höfðu erfiðað fyrir honum. Þeir nutu hans af því að nautnin var bæði óvænt og forboðin fyrir útlæga menn. En fyrst og fremst nutu þeir hans vegna þess að vellíðunarmunurinn er svo mikill á milli hinnar daglegu þjáningar og erfiðis tukthúslimsins og sælunnar að sitja í smástund eins og frjáls maður með kaldan bjór á húsþakinu. Afstæð hamingja Svona virkar mannskepnan. Vellíðan okkar lagar sig hratt að þeim veruleika sem veröldin býður okkur upp á. Sá sem kaupir sér ódýran nýjan bíl er alveg jafnglaður og sá sem kaupir sér dýran nýjan bíl; en þeir verða súrir sem þurfa að skipta úr góðum bíl í lélegri; jafnvel þótt sá lélegri sé í sjálfu sér stórgóður. Fólk sem þarf að kljást við alvarleg veikindi er alveg jafnhamingjusamt á góðu dögunum, eins og fullfrískt fólk—kannski ennþá hamingjusamara. Allt er afstætt, og fátt afstæðara heldur en hamingjan. Það er vitaskuld þetta sama sem útskýrir gleði Íslendinga yfir árangri fótboltalandsliðsins. Ekki er langt síðan knattspyrnulegur hápunktur Íslendinga var ólíklegt 1–1 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli. Í mörg ár lifðum við sátt á þeim árangri og héldum að það yrði ekki toppað. Svo komst Ísland í 8-liða úrslit á EM 2016 og var það hinn óvænti kaldi bjór á þakinu í Shawshank fangelsinu. Nú gleðjumst við innilega yfir að hafa komist á HM og að hafa gert 1-1 jafntefli við Argentínu. En á meðan við gleðjumst yfir því sem okkur finnst stórt afrek eru Þjóðverjar niðurbrotnir yfir sambærilegum árangri. Allt er afstætt. Sólin kemur Og þannig verður það líka með næsta sólskinsdag á höfuðborgarsvæðinu. Ég hlakka meira til hans eftir því sem við upplifum fleiri súldir og skýföll. Á endanum kemur sólin, og eftir því sem hún lætur bíða lengur eftir sér þeim mun kátari verða íbúar höfuðborgarsvæðisins þegar hún loksins kemur fram. Það gerist nefnilega eitthvað magnað þessa fáu langþráðu blíðviðrisdaga á Íslandi. Við verðum eins og beljurnar að vori—hoppandi og skoppandi í allar áttir. Allir brosa og eru tillitssamir í umferðinni. Örgustu fúlmenni finna í sér mildustu hláturtaugar. Enginn getur verið reiður eða pirraður yfir nokkrum hlut og það er eins og einhverjum ólöglegum gleðiefnum hafi verið spreyjað út í andrúmsloftið. Það eru tilbreytingarnar sem gera dagana glaða. Dagleg drykkja á hágæðabjór úr míkróbrugghúsum rænir mann smám saman þeirri unun sem hægt er að njóta af volgum og vondum bjór eftir langan vinnudag. Stanslausar sigurgöngur íþróttaliða breyta þakklæti smám saman í heimtufrekju. Og meira að segja stöðug veðurblíða verður á endanum að þreytandi tilbreytingarlausri lognmollu. Það er því líklega hollast fyrir íbúa suðvesturhornsins að líta svo á að grámygla sumarsins hingað til sé bara undirbúningur fyrir sæludaginn þegar sólin kemur; að við séum að puða við að bera tjöru á þakið en eigum í vændum svalandi drykk með sólina á öxlunum og frelsisglampa í augunum.
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar