Fitch Guðmundur Brynjólfsson skrifar 11. júní 2018 07:00 Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Í ónefndri skáldsögu gæti orðræða manns nokkurs byrjað svo: „Ég þekkti einu sinni matsmann í Strakónítz, hann var bróðir slátrarans sem kom gjarna til okkar í Bikarinn, en hvað um það, þessi matsmaður var óttalegur fábjáni?…“ Maður er nefndur Fitch. Matsmaður í útlöndum. Hann metur og metur og gefur einkunn í bókstöfum og með allskonar útúrdúrum, líkt og hann hafi lært hjá Menntamálastofnun, þessu apparati sem er alltaf að breyta því hvað krakkar fá í einkunn þegar þau fá 8,0 í landafræði. Það er mikil íþrótt að meta og ekki öllum gefið að ná árangri. Þar ber sérstaklega að taka tillit til þess að þeir ku bestir í mati sem almennt og frammi fyrir alþjóð og alheimi hafa haft hvað vitlausast fyrir sér í matsgjörðum sínum. Þannig er það einmitt með þennan Fitch. Hann mat hér allt í bak og fyrir á árunum fyrir hrun og sá ekkert nema sól í heiði og kríur á hreiðrum; hann gaf okkur A+++ og A-++ og AB+ og aldrei minna en ABBA. Svo fór allt til helvítis, það fór að rigna og kríurnar hröktust af hreiðrum undan vargi. Og hvað gerði þá ekki herra Fitch? Jú, þá hættir bölvaður maðurinn að meta okkur samkvæmt viðurkenndum stöðlum og án samráðs við Menntamálaráðuneyti og undirstofnanir þess (923 að tölu) og fer að meta með alveg nýjum hætti. Hann mat okkur upp á nýtt og setti í Ruslflokk. Sem sagði manni það að Fitch var ekki alveg ókunnugur íslenska flokkakerfinu – þótt hann færi fínt með það þegar allt lék í lyndi. Nú er melurinn Fitch aftur kominn af stað; fréttir herma að Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A. Hann er aftur kominn í bókstafakerfið – þessi Fitch frá Strakónítz!
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar