Hvers virði er ímynd Íslands fyrir sjávarútveg og landbúnað? Guðný Káradóttir skrifar 11. júní 2018 07:00 Ísland nýtur mikillar velvildar um þessar mundir. Landið þykir áhugavert og eftirsótt á svo margan hátt; fólk hefur áhuga á að heimsækja Ísland og segja frá upplifun sinni. Þetta skapar sóknarfæri fyrir íslenskar afurðir úr sjó og af landi til frekari verðmætasköpunar.Nýir drifkraftar í kauphegðun Það er fróðlegt að rýna í breytingar á gildismati og viðhorfi neytenda til að átta sig á breytingum á kauphegðun og eftirspurn. Þróunin hefur verið í þá átt að fólk sækist síður eftir að eignast hluti og deilir frekar eða samnýtir. Á sama tíma sækjast neytendur í vaxandi mæli eftir upplifun. Samkvæmt nýlegri greiningu Deloitte endurspeglast þessi viðhorf hjá stórum hluta neytenda við val á matvælum. Meðvitaðir neytendur hugsa um hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á umhverfi og samfélag. Þeir vilja vita hvar vörur sem þeir kaupa eru framleiddar eða jafnvel hannaðar, og það skiptir þá jafnvel meira máli en atriði eins og verð, tegund eða gerð vörunnar. Eftirspurn eftir lífrænum matvælum fer vaxandi, ár frá ári. Hollusta og hreinleiki skipta máli. Aldamótakynslóðin er tilbúin að greiða meira fyrir ferskan og heilsusamlegan mat og leggur töluvert á sig til að finna slíkar afurðir. Tækniþróun er sterkur drifkraftur og leikur stórt hlutverk í kaupákvörðun neytenda sem og möguleikum framleiðenda til að ná til neytenda. Notkun farsíma og samfélagsmiðla vex hratt og innkaup í gegnum internetið verða auðveldari. Áskorunin fyrir framleiðendur felst í að nýta sér þetta í markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi. Fólk deilir upplifun sinni og miðlar upplýsingum um vörur og þjónustu til vina sinna með einum smelli. Það treystir í minna mæli á skilaboð seljenda og gerir kröfur til þeirra sem selja vörur og þjónustu um að nýta sér þessar boðleiðir. Getur áhugi á Íslandi aukið eftirspurn? Ímynd Íslands fellur vel að kröfum neytenda um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu. Hér eru sóknarfæri fyrir íslenska matvælaframleiðslu og þá sem selja hreinar afurðir úr hafi eða af landi. Uppruni vöru getur orðið eins konar táknmynd sem neytendur sækjast eftir og vilja tengja sig við. Ekki bara vegna hins eiginlega uppruna, heldur getur uppruni vísað til lífsgilda, svo sem hugmyndafræði við framleiðslu og meðferð hráefna, eða afstöðu til mannréttinda og sjálfbærni. Við erum skammt á veg komin við að nýta okkur almennan áhuga á Íslandi og kröfu neytenda um að þekkja uppruna þeirra matvæla sem þeir kaupa í markaðssetningu erlendis. Við þurfum að fjárfesta meira í markaðsstarfi, segja áhugaverðar sögur og fara nýstárlegar leiðir til að byggja upp vörumerki. Markmiðið ætti að vera að skapa hughrif hjá neytendum svo þeir sækist eftir íslenskum afurðum og verði tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir þær. Umhverfið og almenn þróun er okkur Íslendingum því hagstæð. Uppruni er mikilvægur aðgreiningarþáttur í samkeppni, sem tengist ekki bara staðreyndum heldur líka tilfinningatengslum við uppruna vörunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland nýtur mikillar velvildar um þessar mundir. Landið þykir áhugavert og eftirsótt á svo margan hátt; fólk hefur áhuga á að heimsækja Ísland og segja frá upplifun sinni. Þetta skapar sóknarfæri fyrir íslenskar afurðir úr sjó og af landi til frekari verðmætasköpunar.Nýir drifkraftar í kauphegðun Það er fróðlegt að rýna í breytingar á gildismati og viðhorfi neytenda til að átta sig á breytingum á kauphegðun og eftirspurn. Þróunin hefur verið í þá átt að fólk sækist síður eftir að eignast hluti og deilir frekar eða samnýtir. Á sama tíma sækjast neytendur í vaxandi mæli eftir upplifun. Samkvæmt nýlegri greiningu Deloitte endurspeglast þessi viðhorf hjá stórum hluta neytenda við val á matvælum. Meðvitaðir neytendur hugsa um hvaða áhrif hegðun þeirra hefur á umhverfi og samfélag. Þeir vilja vita hvar vörur sem þeir kaupa eru framleiddar eða jafnvel hannaðar, og það skiptir þá jafnvel meira máli en atriði eins og verð, tegund eða gerð vörunnar. Eftirspurn eftir lífrænum matvælum fer vaxandi, ár frá ári. Hollusta og hreinleiki skipta máli. Aldamótakynslóðin er tilbúin að greiða meira fyrir ferskan og heilsusamlegan mat og leggur töluvert á sig til að finna slíkar afurðir. Tækniþróun er sterkur drifkraftur og leikur stórt hlutverk í kaupákvörðun neytenda sem og möguleikum framleiðenda til að ná til neytenda. Notkun farsíma og samfélagsmiðla vex hratt og innkaup í gegnum internetið verða auðveldari. Áskorunin fyrir framleiðendur felst í að nýta sér þetta í markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi. Fólk deilir upplifun sinni og miðlar upplýsingum um vörur og þjónustu til vina sinna með einum smelli. Það treystir í minna mæli á skilaboð seljenda og gerir kröfur til þeirra sem selja vörur og þjónustu um að nýta sér þessar boðleiðir. Getur áhugi á Íslandi aukið eftirspurn? Ímynd Íslands fellur vel að kröfum neytenda um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu. Hér eru sóknarfæri fyrir íslenska matvælaframleiðslu og þá sem selja hreinar afurðir úr hafi eða af landi. Uppruni vöru getur orðið eins konar táknmynd sem neytendur sækjast eftir og vilja tengja sig við. Ekki bara vegna hins eiginlega uppruna, heldur getur uppruni vísað til lífsgilda, svo sem hugmyndafræði við framleiðslu og meðferð hráefna, eða afstöðu til mannréttinda og sjálfbærni. Við erum skammt á veg komin við að nýta okkur almennan áhuga á Íslandi og kröfu neytenda um að þekkja uppruna þeirra matvæla sem þeir kaupa í markaðssetningu erlendis. Við þurfum að fjárfesta meira í markaðsstarfi, segja áhugaverðar sögur og fara nýstárlegar leiðir til að byggja upp vörumerki. Markmiðið ætti að vera að skapa hughrif hjá neytendum svo þeir sækist eftir íslenskum afurðum og verði tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir þær. Umhverfið og almenn þróun er okkur Íslendingum því hagstæð. Uppruni er mikilvægur aðgreiningarþáttur í samkeppni, sem tengist ekki bara staðreyndum heldur líka tilfinningatengslum við uppruna vörunnar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar