Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Elías Elíasson skrifar 12. júní 2018 07:00 Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-’18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi.Frjálsi orkumarkaðurinn Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginlandi Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“). Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún býður upp á séu á samkeppnisfæru verði hver við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni. Þetta eiga íslensk stjórnvöld að vera fær um að skýra út fyrir sendiherranum. Verður Orkustofnun íslensk eða erlend eftirlitsstofnun? Orkustofnun, hin íslenska eftirlitsstofnun, skal hafa vissar valdheimildir, en má hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum um nokkuð það er varðar beitingu þessa valds. Hins vegar ber henni að fylgja lögum og stefnumörkun ESB, samræma reglugerðir sínar öðrum evrópskum eftirlitsstofnunun og hafa samráð við ACER, án þess þó að hafa atkvæðisrétt í þeim samtökum eftirlitsstofnana sem ACER heldur utan um. Mörgum þykir með þessu fyrirkomulagi bæði orðið vafamál að hægt sé að telja þessa Orkustofnun til íslenskra stjórnvalda og nefnd útilokun frá atkvæðisrétti geri útslagið um að þetta fyrirkomulag samræmist ekki stjórnarskránni. Í öllu falli sé þetta svo stórt skref til viðbótar fyrri skrefum til afsals sjálfsákvörðunarréttar, að stjórnarskránni sé þar með ofboðið. Eins og skyldur Orkustofnunar eru markaðar á framangreindan hátt gæti svo farið, að stofnunin fari í raun að gæta samkeppnishagsmuna iðnaðar á meginlandi Evrópu gagnvart íslenskum iðnaði og verði þannig óvart að eins konar Trójuhesti í hinu íslenska stjórnkerfi. Vaxandi óþol gagnvart ESB Michael Mann segir í grein sinni: „Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES samningnum?…“ Svona má fulltrúi ESB ekki ávarpa Íslendinga. Í fyrsta lagi vegna þess, að hinir stjórnskipulegu fyrirvarar í EES-samningnum eru þar ekki bara upp á punt, enda væri EES-samningurinn þá stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi vegna þess, að íslenskur almenningur hefur orðið vaxandi óþol gagnvart því hugarfari sem lesa má út úr þessu ávarpi og kemur fram hjá ESB þegar þeir setja reglur sem ekki henta hér og við skulum bara hlýða og innleiða. Orkupakkarnir eru dæmi um slíkar reglur. Orkupakkann má fella á Íslandi ESB að skaðlausu Michael Mann hefur rétt fyrir sér í því, að þriðji orkupakkinn, sem og hinir fyrri innihalda ýmis ákvæði sem eru af hinu góða. Það breytir þó ekki því, að sú hugmyndafræði sem löggjöf og regluverk innri raforkumarkaðar Evrópu byggir á passar ekki við íslenskar aðstæður, getur ekki leitt til lækkunar á almennu orkuverði á Íslandi og er andstæð íslenskum hagsmunum. Við skulum í þessu samhengi hætta að ræða um undanþágur frá lögum ESB og ræða um hvað Íslendingar telja í sína þágu og treysta sér til að samþykkja. Evrópusambandið hefur hvort sem er engan hag af því að Íslendingar samþykki lög á þessu sviði, sem gera ekki annað en hemja okkur í sókn eftir hagkvæmara raforkukerfi. Slík aðkoma ESB mundi bæta mjög ímynd sambandsins í augum almennings. Svo skulum við ræða hverju Brexit breytir eftir Brexit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-’18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi.Frjálsi orkumarkaðurinn Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginlandi Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“). Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún býður upp á séu á samkeppnisfæru verði hver við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni. Þetta eiga íslensk stjórnvöld að vera fær um að skýra út fyrir sendiherranum. Verður Orkustofnun íslensk eða erlend eftirlitsstofnun? Orkustofnun, hin íslenska eftirlitsstofnun, skal hafa vissar valdheimildir, en má hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum um nokkuð það er varðar beitingu þessa valds. Hins vegar ber henni að fylgja lögum og stefnumörkun ESB, samræma reglugerðir sínar öðrum evrópskum eftirlitsstofnunun og hafa samráð við ACER, án þess þó að hafa atkvæðisrétt í þeim samtökum eftirlitsstofnana sem ACER heldur utan um. Mörgum þykir með þessu fyrirkomulagi bæði orðið vafamál að hægt sé að telja þessa Orkustofnun til íslenskra stjórnvalda og nefnd útilokun frá atkvæðisrétti geri útslagið um að þetta fyrirkomulag samræmist ekki stjórnarskránni. Í öllu falli sé þetta svo stórt skref til viðbótar fyrri skrefum til afsals sjálfsákvörðunarréttar, að stjórnarskránni sé þar með ofboðið. Eins og skyldur Orkustofnunar eru markaðar á framangreindan hátt gæti svo farið, að stofnunin fari í raun að gæta samkeppnishagsmuna iðnaðar á meginlandi Evrópu gagnvart íslenskum iðnaði og verði þannig óvart að eins konar Trójuhesti í hinu íslenska stjórnkerfi. Vaxandi óþol gagnvart ESB Michael Mann segir í grein sinni: „Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES samningnum?…“ Svona má fulltrúi ESB ekki ávarpa Íslendinga. Í fyrsta lagi vegna þess, að hinir stjórnskipulegu fyrirvarar í EES-samningnum eru þar ekki bara upp á punt, enda væri EES-samningurinn þá stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi vegna þess, að íslenskur almenningur hefur orðið vaxandi óþol gagnvart því hugarfari sem lesa má út úr þessu ávarpi og kemur fram hjá ESB þegar þeir setja reglur sem ekki henta hér og við skulum bara hlýða og innleiða. Orkupakkarnir eru dæmi um slíkar reglur. Orkupakkann má fella á Íslandi ESB að skaðlausu Michael Mann hefur rétt fyrir sér í því, að þriðji orkupakkinn, sem og hinir fyrri innihalda ýmis ákvæði sem eru af hinu góða. Það breytir þó ekki því, að sú hugmyndafræði sem löggjöf og regluverk innri raforkumarkaðar Evrópu byggir á passar ekki við íslenskar aðstæður, getur ekki leitt til lækkunar á almennu orkuverði á Íslandi og er andstæð íslenskum hagsmunum. Við skulum í þessu samhengi hætta að ræða um undanþágur frá lögum ESB og ræða um hvað Íslendingar telja í sína þágu og treysta sér til að samþykkja. Evrópusambandið hefur hvort sem er engan hag af því að Íslendingar samþykki lög á þessu sviði, sem gera ekki annað en hemja okkur í sókn eftir hagkvæmara raforkukerfi. Slík aðkoma ESB mundi bæta mjög ímynd sambandsins í augum almennings. Svo skulum við ræða hverju Brexit breytir eftir Brexit.
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar