Glöggt er gests augað Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun