Hverjir eignast Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar