Hverjir eignast Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar