Hin endalausa tillitssemi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. júní 2018 07:00 Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikli umræða á sér nú stað eftir að hermenn Ísraelshers drápu fjölda vopnlausra Palestínumanna á Gazaströndinni. Venjulegu fólki ofbauð sem fyrr framganga þessa hers sem heimamenn segja vera „siðprúðasta her í heimi“. Ráðamenn Vesturlanda sendu sem fyrr frá sér harmþrungnar yfirlýsingar. Einn þeirra er utanríkisráðherrann okkar sem tvítar um miklar áhyggjur sínar af mannfalli á Gaza og að ofbeldi og valdbeitingu verði að linna. Hann nefnir engin nöfn, ekkert um það hver er ábyrgur. Þetta eru dæmigerð viðbrögð þeirra sem hvorki þora né vilja styggja þá sem fyrirskipa morðin og eru valdir að því ógnarástandi sem ríkir á Gaza. Það eru mörg ríki og margir ráðamenn sem beita ofbeldi gegn eigin þegnum og öðru fólki sem þeir vilja svipta frelsi og jafnvel útrýma. Við getum nefnt Tyrklandsforseta, forseta Rússlands, Duterte á Filipseyjum o.fl. af sama sauðahúsi. Í mörgum ríkjum araba ríkja einræðisherrar sem kúga þegna sína grimmilega. Fáir mæla þeim bót og þeim er ekki dillað opinberlega a.m.k. Ísrael, sem brýtur daglega gegn samþykktum SÞ, stundar hernám og landarán auk morða á vopnlausu fólki, siglir samt lygnan sjó í alþjóðastjórnmálum. Það eru engin viðurlög, engar refsiaðgerðir, bara aukin viðskipti og sigur í söngvakeppni. „Það verður að taka tillit“ Hver á eftir öðrum gala vestrænir ráðamenn að „Ísrael verður að hafa rétt til að verja sig“. Bjarni Benediktsson sagði í janúar 2009, „að taka verði tillit til þarfa Ísraelsmanna til að verja ísraelska borgara“. Það eru þessar „þarfir“ Ísraels sem þarf að ræða aðeins betur. Ekkert ríki fær jafn stórfelldan stuðning frá ríkjum Vesturlanda og Ísrael. Ekkert ríki býr við þá friðhelgi sem Bandaríkin veitir því til að stunda sín voðaverk. Efnalegum og pólitískum þörfum er greinilega fullnægt. Hvaða þarfir aðrar þarf að uppfylla? Þörfina til að ræna meiru af landi Palestínumanna? Þörfinni til að drepa fleiri sem sýna andstöðu gegn ofbeldi Ísraelshers? Þörfinni til að svipta Palestínumenn síðustu mannréttindunum – að fá að draga andann? Hvað veldur þessari endalausu tillitssemi? Sannleikurinn er sá að ráðandi hópar Vesturlanda eru hliðhollir Ísrael og „taka tillit til þarfa þeirra“ sama hvaða voðaverk þeir vinna. Þeir styðja þá stefnu sem er grundvöllur ólgunnar og morðanna. Þeir styðja síonismann. Trump styður síonista eins og öllum er ljóst og sl. nóvember sat Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kvöldverðarboð með Netanyahu til að minnast þess að eitt hundrað ár eru frá því að breska heimsveldið ákvað að koma á fót evrópskri nýlendu í Palestínu. Þetta er kjarni málsins. Ísrael er afurð vestrænnar nýlendustefnu. Afleiðingum af glæpum Vesturlanda gegn gyðingum og samviskubiti ráðamanna var varpað yfir á Palestínumenn. Sem áttu engan hlut að máli. Vesturlönd gangast ekki við ábyrgð sinni á glæpnum gegn Palestínumönnum. Þess vegna vilja þeir ekki refsa Ísrael, sama hvað á gengur. Svo mun verða áfram. Stjórnvöld vilja ekki beita refsiaðgerðum, jafnvel þótt samþykktir SÞ leggja þeim þær skyldur á herðar. Það stendur skýrt að aðildarríkjum SÞ ber að snúast gegn ofbeldi eins og Ísrael ástundar með því að beita ríkið refsiaðgerðum. En ekkert slíkt er á döfinni. Það er einungis almenningur í þeim löndum þar sem málfrelsi ríkir sem getur breytt ástandinu. Og helsta vopnið sem við höfum er sniðganga, stöðvum samskipti við Ísrael á öllum sviðum. Einangrum landið. Það er það eina sem mun að lokum færa Palestínumönnum það réttlæti sem alþjóðalög tryggja þeim. Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands geri alþjóðlega skyldu sína. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar