Lokahnykkurinn Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2018 10:00 Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun