Einangruð Bandaríki beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2018 23:30 Haley greiddi ein atkvæði með tillögu sinni um að öryggisráðið skellti skuldinni á Hamas-samtökin. Vísir/AP Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar sakaði aðildarríki þeirra um hlutdrægni gegn Ísrael eftir að ekkert ríki greiddi atkvæði með tillögu hans um að öryggisráðið kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldi á Gasaströndinni. Áður hafði hann beitt neitunarvaldi til að fella ályktun þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum voru fordæmd. Kúvætar lögðu fram tillögu að ályktun í öryggisráðinu í dag þar sem ofbeldi Ísraelshers gegn palestínskum mótmælendum á Gasaströndinni undanfarnar vikur var fordæmt. Að minnsta kosti 116 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna frá 30. mars, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Frakkland, Kína, Fílabeinsströndin, Kasakstan, Bólivía, Perú, Svíþjóð og Miðbaugs-Gínea greiddu atkvæði með tillögunni en Bretland, Holland, Pólland og Eþíópía sátu hjá. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, beitti neitunvaldi gegn tillögunni. Haley lagði síðan fram eigin drög að ályktun þar sem Hamas var kennt um ofbeldi síðustu vikna og mánaða. Ekkert annað ríki greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn henni og ellefu sátu hjá. „Það er nú algerlega ljóst að Sameinuðu þjóðirnar eru vonleysislega hlutdrægar gegn Ísrael,“ sagði Haley í yfirlýsingu þar sem hún fullyrti einnig að öryggisráðið væri tilbúið að kenna Ísrael um en ekki Hamas. Bandaríkin Ísrael Miðbaugs-Gínea Palestína Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07 Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar sakaði aðildarríki þeirra um hlutdrægni gegn Ísrael eftir að ekkert ríki greiddi atkvæði með tillögu hans um að öryggisráðið kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldi á Gasaströndinni. Áður hafði hann beitt neitunarvaldi til að fella ályktun þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum voru fordæmd. Kúvætar lögðu fram tillögu að ályktun í öryggisráðinu í dag þar sem ofbeldi Ísraelshers gegn palestínskum mótmælendum á Gasaströndinni undanfarnar vikur var fordæmt. Að minnsta kosti 116 Palestínumenn hafa fallið fyrir hendi ísraelskra hermanna frá 30. mars, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Frakkland, Kína, Fílabeinsströndin, Kasakstan, Bólivía, Perú, Svíþjóð og Miðbaugs-Gínea greiddu atkvæði með tillögunni en Bretland, Holland, Pólland og Eþíópía sátu hjá. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, beitti neitunvaldi gegn tillögunni. Haley lagði síðan fram eigin drög að ályktun þar sem Hamas var kennt um ofbeldi síðustu vikna og mánaða. Ekkert annað ríki greiddi atkvæði með þeirri tillögu. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn henni og ellefu sátu hjá. „Það er nú algerlega ljóst að Sameinuðu þjóðirnar eru vonleysislega hlutdrægar gegn Ísrael,“ sagði Haley í yfirlýsingu þar sem hún fullyrti einnig að öryggisráðið væri tilbúið að kenna Ísrael um en ekki Hamas.
Bandaríkin Ísrael Miðbaugs-Gínea Palestína Tengdar fréttir Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21 Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07 Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. 31. maí 2018 10:21
Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014. 29. maí 2018 20:07
Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir dráp Ísraela á palestínskum mótmælendum mögulega geta talist alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum. 18. maí 2018 12:24