Vítahringur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. júní 2018 07:00 Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun