Fótbolti

Besiktas sektað um fúlgu fjár eftir að köttur hljóp inn á völlinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kötturinn í miklu stuði.
Kötturinn í miklu stuði. vísir/getty
Tyrkneska félagið Besiktas hefur verið sektað af UEFA, meðal annars fyrir að óvæntur gestur hljóp inn á völlinn í leik liðsins í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

Köttur hljóp inn á völlinn í miðjum leik Besiktas gegn Bayern Munchen og er það eitt þeirra atvika sem Besiktas hefur verið kært fyrir.

Liðin mættust í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er Bayern var samanlagt 7-0 yfir hoppaði kötturinn inn á völlinn. Honum leið greinilega vel því hann var í dágóða stund á vellinum.

Öryggisverðir reyndu allt hvað þeir gátu til þess að ná óvænta gestinum og Michael Oliver, dómari, stöðvaði leikinn. Kötturinn tók þá ákvörðun að hoppa bara sjálfur upp í stúku og áfram hélt svo leikurinn.

Besiktas fær sekt upp á 30 þúsund evrur fyrir meðal annars þetta atvik þar sem gagnrýnd er öryggisgæsla Besiktas. Einnig var alls kyns hlutum kastað í átt að vellinum og stigar voru hindraðir. Fyrir það fær Besiktas einnig sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×