Þrautagangan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. júní 2018 10:00 Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálaflokkar með ólíkar áherslur fara í ríkisstjórnarsamstarf þurfa þeir vitanleg að ná málamiðlun í ýmsum málum. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur málamiðlun milli flokkanna nær eingöngu falist í því að Vinstri græn gefa eftir. Við þetta bætist að Framsóknarflokkurinn fylgir Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa, sennilega af gömlum vana, allavega er eins og menn þar á bæ kunni ekki annað. Fyrir vikið gleymist jafnvel að Framsóknarflokkurinn er hluti af þessari ríkisstjórn. Hann er svo passífur að það er eins og hann sé ekki á svæðinu. Á sama tíma sést á Vinstri grænum að þau eru farin að þjást verulega í ríkisstjórnarsamstarfinu. Útspilið um lækkun veiðigjalda, sem hyglar stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, gat ekki annað en valdið ógleði innan raða Vinstri grænna. Það hlýtur að hafa aukið mjög á þessa vanlíðan að einn þingmanna flokksins er formaður atvinnuveganefndar en meirihluti hennar lagði frumvarpið fram. Vinstri græn reyndu að réttlæta stuðning sinn við frumvarpið með hjali um umhyggju sína fyrir minni fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá umhyggju hefði þurft að sýna í annars konar aðgerðum en þeim að leggja fram og styðja frumvarp þar sem tíu stærstu útgerðirnar áttu að fá um helming lækkunarinnar. Samfylkingin og Viðreisn virðast vera sérlega næm á þjáningar Vinstri grænna og þótt þessir tveir flokkar séu á ýmsan hátt velviljaðir þeim sem eiga bágt vilja þeir fremur auka vanlíðan Vinstri grænna en draga úr henni. Allavega hömuðust þessir flokkar á Vinstri grænum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í vikunni, enda ekki vanþörf á að veita tiltal flokki sem hefur frá stjórnarmyndun tölt á eftir Sjálfstæðisflokknum, vansæll og niðurlútur. Það er hörmungarsjón. Vinstri græn er flokkur sem allt frá stofnun hefur hamrað á mikilvægi þess að jafna kjörin, rétta hag þeirra sem minnst eiga og skapa þannig réttlátara samfélag. Það er sannarlega komin upp óvænt staða þegar flokkurinn leggst á árar með Sjálfstæðisflokknum í því að greiða götu útgerðarauðvaldsins. Ólíklegt er að þjóðin sé sammála því að sá samfélagshópur þurfi á alveg sérstökum stuðningi að halda. Forsvarsmenn stórútgerðarinnar hafa verið iðnir við það síðustu ár að greiða sér ríflegan arð. Þeir sem slíkt gera líða ekki skort, samt þagnar grátkór útgerðarinnar svo að segja aldrei, heldur barmar sér stöðugt. Ætíð getur hann svo leitað huggunar og skjóls í náðarfaðmi Sjálfstæðisflokksins og mætt þar djúpum og innilegum skilningi og ekta blíðu. Hin harða gagnrýni sem Vinstri græn hafa orðið að þola vegna þjónkunar sinnar við útgerðarauðvaldið og Sjálfstæðisflokkinn hefur orðið til þess að nú er flokkurinn að hrökklast frá málinu og er með því að reyna að bjarga heiðri sínum. Kjósendur bíða svo spenntir eftir því hvernig flokkurinn muni bregðast við þegar sjávarútvegsráðherra leggur í fyllingu tímans fram nýtt frumvarp um veiðigjöld þar sem stórútgerðinni verður vafalítið hyglað. Flest bendir til að þrautaganga Vinstri grænna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi sé hafin. Rík ástæða er til að ætla að hún muni enda með ósköpum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun