Fótboltaveislan Óttar Guðmundsson skrifar 9. júní 2018 09:00 Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun voru íslenskir bankamenn þjóðhetjur enda afburðasnjallir í meðferð peninga og fjárfestingum. Um tíma voru frægastu vöruhús og hótel Dana í eigu íslenskra athafnamanna. Bankarnir opnuðu fjölmörg útibú erlendis og lögðu undir sig fjármálaheiminn. Ráðamenn þjóðarinnar mærðu mjög hina talnaglöggu bankamenn. Forsetinn sagði að þeir hefðu alist upp við Hávamál og sagnaarf sem skýrði snarræði þeirra og æðruleysi. Þeir voru með réttu kallaðir útrásarvíkingar til að tengja þá inn í heim Íslendingasagna. Íslendingar fóru ekki lengur í víking vopnaðir sverði og spjóti heldur Apple-tölvu og excelskjölum. Síðan hrundi allt eins og fyrir galdur og bæði þjóð og misskildir snillingar sátu eftir með sárt ennið. Nú er kominn nýr dagur og enn skal haldið í víking. Í þetta sinn standa ekki jakkafataklæddir bankamenn í stafni heldur fótboltamenn í stuttbuxum og bláhvítri treyju. Ísland tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Nú er tími til kominn að hefna ófaranna í hruninu og segja heiminum að Íslendingar hafi náð vopnum sínum á nýjan leik. Landslið Argentínu, Nígeríu og Króatíu verða lítið mál fyrir víkingana úr norðri. Síðan þarf að vinna milliriðlana og koma sér í sjálfan úrslitaleikinn. Sigur í heimsmeistarakeppninni mundi hleypa miklu lífi í túrismann. Þjóðinni gengi betur að selja fisk og hvalaafurðir útum allan heim og íslenskt hugvit yrði aftur eftirsótt. Það gæti rutt brautina fyrir nýja útrás íslensku bankanna með stórkostlegum fjárfestingum og miklum sigrum á fjármálasviðinu. Íslenskir bankamenn fengju uppreisn æru. Heimsyfirráð eru í sjónmáli ef íslenska landsliðinu tekst að standa í lappirnar í 6 knattspyrnuleikjum eða 540 mínútur. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir unga víkinga sem drukku í sig Hávamál með móðurmjólkinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar