Við þurfum að mennta kerfið Katrín Oddsdóttir og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ætli það færi framhjá einhverjum ef Alþingi ætlaði að setja lög um kvóta án þess að tala við Samtök útgerðarmanna? Eða ef einhverjum dytti í hug að setja ný lög um grunnskóla án þess að tala við sveitarfélög eða Kennarasambandið. Samráð er sjálfsagður hlutur finnst okkur þegar við hugsum um þessi dæmi. Klippt og skorið. En er það svo? Í besta falli er það umhugsunarvert þegar um er að ræða fatlað fólk og lög og reglur sem eiga að gilda um þennan fjölbreytta hóp. Staðan er reyndar þannig að Öryrkjabandalag Íslands telur raunverulega þörf á því að öllum þingmönnum, ráðuneytum, sveitarstjórnarfólki og starfsfólki í opinberri stjórnsýslu verði sérstaklega gerð grein fyrir lögbundinni samráðsskyldu þegar það kemur að gerð laga og reglna sem með einhverjum hætti fjalla um fatlað fólk eða málefni sem tengjast því.Ljúf skylda lögum samkvæmt Þetta er skylda. Skýrt er kveðið á um hana í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur verið fullgiltur af Alþingi Íslendinga. Þar segir meðal annars:„Þegar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að því að taka ákvarðanir um málefni sem varða fatlað fólk skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, einnig fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“ Kanntu annan? Talsverður misbrestur er því miður á því að Alþingi og aðrir opinberir aðilar uppfylli þessa skyldu sína. Nú ku til dæmis vera yfirstandandi gerð frumvarpa sem eiga að koma í veg fyrir mismunun gegn fötluðu fólki. Fatlað fólk hefur ekki verið beðið um innlegg í þá umræðu.Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður Málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt lífVið sjáum alls konar dæmi úti um allt um misbresti sem valda vandræðum og rugli. Umferðarlögin eru ágætt dæmi. Þar er fólk sem notar hjólastól skilgreint bæði sem gangandi vegfarendur og reiðhjól! Annað sláandi dæmi var endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga en í þeirri nefnd var enginn fulltrúi fatlaðs fólks. Besta dæmið Svo eigum við fleiri dæmi. Og sum væru beinlínis fyndin ef þessi mál vörðuðu ekki gríðarlega mikilvæga persónulega hagsmuni fjölda manns. Hér er eitt grátlegt: „Við samningu frumvarpsins var haft samráð við sjúkratryggingastofnun og Tryggingastofnun. Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu fela í sér að heilbrigðisþjónusta sé veitt öllum í samræmi við þörf, óháð aldri. Ekki var talin frekari þörf á samráði þar sem um var að ræða aukin réttindi fyrir þann hóp fólks sem breytingarnar taka til.“ Það er frekar spes, í besta falli gamaldags, að háir herrar af báðum kynjum taki það að sér að ákveða fyrir aðra hvað séu réttarbætur og hvað ekki. Getum við ekki gert betur? ÖBÍ tilbúið til samráðs Það er til fullt af þekkingu og reynslu úti um allt samfélagið. Nefna má Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum sem býr yfir þekkingu sem gæti nýst okkur öllum við setningu laga og reglna, en er enn sem komið er heldur vannýtt auðlind. Staðreyndin er að raunverulegt samráð mun alltaf skila sér í betri lagasetningu, betri reglum, betri nýtingu á fjármagni, meiri sátt og ekki síst, betra samfélagi.Höfundar eru í Málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun