Húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Dagur B. Eggertsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Yfirstandi kjörtímabil hefur verið mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Aldrei áður hafa verið jafnmargar íbúðir í byggingu í Reykjavík og einmitt nú. Samfélagið er að gjalda það dýru verði að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður verkamannabústaðakerfið. Fyrir vikið eru fjölmargir sem eiga erfitt með að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Til að mæta þessum vanda hefur verið leitað fyrirmynda á Norðurlöndum. Áhersla meirihluta borgarstjórnar hefur verið á fjölgun félagslegra leiguíbúða og uppbyggingu á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þessi félög eru á vegum stúdenta, eldri borgara, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri uppbyggingarfélaga sem byggja nú íbúðir um alla borg. Það er lykilatriði til að húsnæðismarkaðurinn verði heilbrigðari. Til viðbótar byggja Félagsbústaðir sérstök búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Fyrir síðustu kosningar var markmiðið sett á að yfir 2.500 leigu- og búseturéttaríbúðir færu af stað í Reykjavík á fimm árum. Þær verða yfir 3.000 og er það sérstakt fagnaðarefni. Ekki veitir af.Húsnæði um alla borg Uppbygging öruggari leigumarkaðar heldur áfram á næsta kjörtímabili. Til viðbótar er nauðsynlegt að auka möguleika ungs fólks og fyrstu kaupenda til að eignast hagkvæmt húsnæði. Til að slík verkefni verði að veruleika hefur borgin tekið frá lóðir fyrir slíkar íbúðir í Skerjafirði, á Veðurstofuhæð, á lóð Stýrimannaskólans, í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi, Gufunesi og í Úlfarsárdal. Í fyrsta áfanga verða þetta 500 íbúðir sem munu standa ungu fólki og fyrstu kaupendum til boða. Sjötíu hugmyndir bárust í hugmyndaleit að uppbyggingarverkefnum fyrir þennan hóp í vetur og næsta skref er að fá beinar tillögur og tilboð frá áhugasömum uppbyggingaraðilum. Við val á samstarfsaðilum mun borgin m.a. horfa til þess hve hratt viðkomandi getur skilað húsnæðinu og á hvaða kjörum. Þetta er enn eitt verkefnið sem gerir húsnæðismarkaðinn í Reykjavík fjölbreyttari og heilbrigðari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandi kjörtímabil hefur verið mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Aldrei áður hafa verið jafnmargar íbúðir í byggingu í Reykjavík og einmitt nú. Samfélagið er að gjalda það dýru verði að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði niður verkamannabústaðakerfið. Fyrir vikið eru fjölmargir sem eiga erfitt með að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Til að mæta þessum vanda hefur verið leitað fyrirmynda á Norðurlöndum. Áhersla meirihluta borgarstjórnar hefur verið á fjölgun félagslegra leiguíbúða og uppbyggingu á vegum húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þessi félög eru á vegum stúdenta, eldri borgara, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri uppbyggingarfélaga sem byggja nú íbúðir um alla borg. Það er lykilatriði til að húsnæðismarkaðurinn verði heilbrigðari. Til viðbótar byggja Félagsbústaðir sérstök búsetuúrræði fyrir fatlað fólk. Fyrir síðustu kosningar var markmiðið sett á að yfir 2.500 leigu- og búseturéttaríbúðir færu af stað í Reykjavík á fimm árum. Þær verða yfir 3.000 og er það sérstakt fagnaðarefni. Ekki veitir af.Húsnæði um alla borg Uppbygging öruggari leigumarkaðar heldur áfram á næsta kjörtímabili. Til viðbótar er nauðsynlegt að auka möguleika ungs fólks og fyrstu kaupenda til að eignast hagkvæmt húsnæði. Til að slík verkefni verði að veruleika hefur borgin tekið frá lóðir fyrir slíkar íbúðir í Skerjafirði, á Veðurstofuhæð, á lóð Stýrimannaskólans, í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi, Gufunesi og í Úlfarsárdal. Í fyrsta áfanga verða þetta 500 íbúðir sem munu standa ungu fólki og fyrstu kaupendum til boða. Sjötíu hugmyndir bárust í hugmyndaleit að uppbyggingarverkefnum fyrir þennan hóp í vetur og næsta skref er að fá beinar tillögur og tilboð frá áhugasömum uppbyggingaraðilum. Við val á samstarfsaðilum mun borgin m.a. horfa til þess hve hratt viðkomandi getur skilað húsnæðinu og á hvaða kjörum. Þetta er enn eitt verkefnið sem gerir húsnæðismarkaðinn í Reykjavík fjölbreyttari og heilbrigðari.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun