Hlustið á fólkið á gólfinu Baldvin Már Baldvinsson skrifar 22. maí 2018 14:00 Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar