Sálfræðing í hvern skóla Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. maí 2018 10:30 Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sálfræðiþjónusta við börn í skólum er einn af þeim málaflokkum sem hefur verið vanræktur hjá borgarmeirihlutanum árum saman. Nú sinnir hver sálfræðingur jafnvel þremur skólum. Nærtækasta dæmið er úr Breiðholti en í Breiðholti eru 17 leik- og grunnskólar en aðeins 5 stöðugildi sálfræðinga. Mikið álag er á sálfræðingum þjónustumiðstöðva og erfitt fyrir þá að vera til taks fyrir börnin, kennarana og foreldrana. Í starfi mínu sem sálfræðingur á heilsugæslu í Breiðholti hafa komið til mín foreldrar sem segja að enginn sálfræðingur sé í grunnskóla barna þeirra, í það minnsta hafa þeir ekki heyrt af slíkum. Flokkur fólksins vill að sérhver skóli hafi sinn sálfræðing. Við munum ekki hætta fyrr en því markmiði er náð fái Flokkur fólksins kjörgengi í kosningunum næstkomandi laugardag. Viðunandi fyrirkomulag er að einn sálfræðingur í fullu starfi sinni að hámarki einum grunnskóla og einum leikskóla.En hvert er hlutverk skólasálfræðings? Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum við börn. Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna vanlíðunar s.s. kvíða, depurðar eða gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda eða þroskaskerðingar. Hlutverk sálfræðinga í skóla er einnig að vinna við hlið kennara og styðja foreldra í tilfellum barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningavanda. Eins og sjá má er hlutverk skólasálfræðings yfirgripsmikið og er vísað til nánari upplýsinga í Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Ef þú hefur ekki séð sálfræðinginn í skóla barnsins þíns er það vegna þess að hann annar ekki að sinna starfi sínu sem skyldi. Þegar kemur að börnunum á ekki að spara eða skera niður eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Borgin hefur vel ráð á að sjá til þess að börn, foreldrar og kennarar hafi fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum. Flokkur fólksins vill velta við hverjum steini til að fjármagna megi strax þá aðgerð að ráða fleiri sálfræðinga í skóla. Með því að sameina nefndir sem nú telja um 400 og draga úr ferðakostnaði er hægt að veita fjárhagslegt svigrúm sem nota má til að ráða fleiri sálfræðinga í skóla í haust. Bið eftir þjónustu fagaðila fyrir barn getur haft alvarlegar afleiðingar. Börnum í vanlíðan sem ekki er sinnt eru oft búin að missa sjálfstraust, jafnvel farin að stunda sjálfskaða, neita að fara í skólann og dæmi eru um að börn tali um að þau vilji ekki lifa lengur. Flokkur fólksins líður ekki að börn sem þarfnast aðstoðar séu látin bíða og líða sálarkvalir af því að borgin telur sig ekki hafa efni á að sinna þeim með fullnægjandi hætti. Gleymum ekki að börnin eru framtíðin!Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun