Borgin okkar allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun