Viltu fleiri klukkustundir? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. maí 2018 08:00 Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við könnumst öll við hversdagslegu flækjurnar sem leynast út um allt. Við þurfum að skutlast hingað og þangað, sækja, bíða, græja, redda og bíða svo aðeins meira. Ég hef oft heyrt fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins lýsa því hvernig það upplifir svo mikið stress í Reykjavík. Ys, þys og allir á þönum - hvert sem litið er. En getur verið að þetta stress sé sjálfskipuð menningarleg afleiðing alltof flókins kerfis í kringum helstu atriði daglegs lífs okkar allra? Af hverju er skóladagur barnanna okkar ekki samfelldur? Þannig gætu öll börnin í borginni átt heildstæðan dag menntunar, frístundar og tómastunda. Hvers vegna samræmum við ekki starf leik- og grunnskóla? Þannig mætti bæta þjónustu með þarfir barna og foreldra þeirra að leiðarljósi. Af hverju eru þúsundir barna á biðlistum hjá Reykjavíkurborg? Flestir foreldrar þekkja það að eiga barn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða í frístundaheimili. Ef við setjum þetta í samhengi við þann fjölda sem skólakerfið hefur áhrif á þá eru um 20.000 börn á leik- og grunnskólaaldri í borginni auk þeirra 4.000 einstaklinga sem starfa í skólunum. Ef aðeins er horft til barna og starfsfólks hafa skólamálin í borginni bein áhrif á 24.000 einstaklinga á hverjum tíma en þann fjölda má hæglega, að minnsta kosti, þre- eða fjórfalda ef litið er til fjölskyldna barnanna og starfsfólksins. Skipulag skólamála, uppbygging og framþróun hefur einfaldlega áhrif á tugiþúsundir fjölskyldna sem alla daga búa við óvissu, biðlista og ósamfellu sem einkennist af því að skutla og sækja - alla daga, alltaf. Þessi óreiða í daglegu lífi íbúa kallar á stress og pirring auk þess að kosta peninga. Erum við alltaf að þjóta en ekki að njóta?Við verðum að byrja á að tryggja börnunum okkar samfelldan dag og byggja svo í framhaldinu upp góða og þétta borg með öflugum og fjölbreytum samgöngum. Menntun í sínum víðasta skilningi er einfaldlega undirstaða jafnréttis, jafnra tækifæra og velferðar í samfélaginu. Við í Viðreisn viljum auka gæði og sveigjanleika í menntakerfinu og leggjum áherslu á að skóla- og frístundastarf skuli skoðað sem ein heild, út frá þörfum barnsins. Við höfum skýrar hugmyndir um hvernig megi leysa vandann og munum setja það í algjöran forgang. Við vitum að í leikskólum, skólum og á frístundaheimilum er til staðar næg fagþekking og vilji til að koma til móts við þarfir barna en það er aftur á móti stjórnsýslan sem þarf að tryggja að málefni barna séu raunverulega sett í forgang. Með því að leiðrétta laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttari vinnustöðum. Við þurfum að treysta fagfólki í skóla- og frístundastarfi, bæta aðbúnaðinn og minnka miðstýringu löngu staðnaðs kerfis. Lausnin liggur í forgangi, fjármagni og pólitískum vilja sem við í Viðreisn munum tryggja.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun