Hvar eru milljarðarnir? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun